Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 34
Alfrún Gunnlaugsdóttir
Ekki voru þó allir jafnánægðir í Macondo. Ekki verkamennimir sem unnu
fyrir bananafélagið, og reyndu hvað eftir annað að fá kjör sín bætt og
aðbúnaðinn. Eftir langt málavafstur er farið í verkfall. José Arcadio yngri
segir verkstjórastarfinu lausu og gengur í lið með verkfallsmönnum. Yfir-
völd skora á þá að koma saman á torginu við brautarstöðina í Macondo og
ætli þau að reyna að miðla málum. Þegar á hólminn er komið reynist
málamiðlunin í því fólgin að láta herinn skjóta á fólkið úr vélbyssum. José
Arcadio yngri sem var á torginu taldist að um þijú þúsund manns hefðu
látist. En yfirvöld vilja ekki gangast við slíku:
Hin opinbera skýring var margendurtekin, og hamrað á henni um landið
þvert og endilangt í öllum fréttamiðlum sem ríkisstjórnin réð yfir, svo
hún var endanlega tekin gild: enginn hafði látist, verkamenn héldu
ánægðir heim með fjölskyldur sínar og bananafélagið stöðvaði framleiðslu
meðan rigningin gekk yfir. (bls. 266)
En það rigndi „í fjögur ár, ellefu mánuði og tvo daga“ (bls. 270j.
Bananafélagið var auðvitað horfið, enda vakti mister Brown upp óveðurs-
guðina.
Eins og uppreisnir Aureliano, á verkfallið sér rætur í sögu Kolombíu. A
bananasvæðinu í Magdalena 1928. United Fruit Company tók þó ekki
saman föggur sínar og fór úr landi fyrr en 1941.10
Eftir verkfalhð og atburði sem gerðust í kjölfar þess, grípur minnisleysi
íbúana í Macondo. Aður fyrr höfðu þeir notað ritmáhð til að veijast því. Hið
gagnstæða er uppi á teningnum þegar kemur að verkfallinu og morðunum
á verkamönnunum.
Liðsforinginn Aureliano Buendía hætti uppreisnum sínum, þegar hann
uppgötvaði að á fijálslyndum og íhaldsmönnum var enginn munur annar
en sá, að þeir sóttu ekki messu á sama tíma. í hans tíð berjast
landsmenn og Macondobúar innbyrðis. í tíð José Arcadio yngri þjappar
hluti íbúanna sér saman gegn erlendum yfirgangi og ríkisstjóminni. Sú
uppreisn er barin niður og eiga Macondobúar ekki eftir að rísa upp að nýju.
Enda rignir látlaust.
Þegar loks styttir upp er Macondo orðinn líkur þeim bæ sem hann
hafði í fyrstu verið. Bær sem lifir í nokkurs konar tímaleysi. Bær án sögu.
En hefur hrömað og fengið á sig ehisvip. Ymis teikn fara að sjást á lofti,
eins og rauðar sólir, og boða ekki gott. Fuglar deyja unnvörpum. Þessi
síðasti hluti sögimnar snýst einkum um Buendíafjölskyldima sem er
komin að fótum fram líkt og annað í bænum. Tveir seinustu
afkomendumir, Amaranta Úrsúla og Aureliano Babilonia, læsa sig inni í
Sama rit, bls. 63-85.
32
J