Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 35
Með öfuguin formerkjum
húsi ættarinnar og njótast og elskast. Minna þau um margt á Donis og
systur hans í verki Rulfo. Avöxtur þeirrar ástar er bam sem fæðist með
svínshala. Tákn erfðasyndarinnar.
í eftirmála að þýðingu sinni segir Guðbergur Bergsson (bls. 361):
„Einhver bibhulegur blær hvílir yíir írásögu Hundrað ára einsemdar, og hún
er eins konar stef við Mósebók“. Sumir hafa viljað ganga lengra og benda á
að bygging verksins sé í stórum dráttmn sótt til Biblíunnar. Lagt sé upp
frá sköpunarsögunni og endað á dómsdegi. Milli pólanna tveggja sé að
finna plágur, innrásir, stríð og syndaflóð, sem einnig séu til staðar í
Bibhunni.11
Hægt er að taka undir þetta að vissu marki, en ekki án fyrirvara. Og
ekki má missa sjónar á að einvörðungu er mn ræða vísun eða skírskotanir.
Þegar Úrsúla og José Arcadio taka sig upp, kemur það ekki til af því
að þau séu gerð burtræk úr einhverjum Edensgarði. Þau hafa búið í
samfélagi manna og stofna nýtt samfélag með öðrum, því að ekki em þau
ein. Ástæðan fyrir því að þau fara er morð, og mætti segja að það vísi til
þeirra Kains og Abels. Morðið er þó ekki framið vegna öfundar. Tvö ár em
þau að leita sér að samastað, og em árin tvö nokkurs konar exodus eða
útlegð, þótt vert sé að minnast að hún er sjálfsprottin. Hamingja og viss
eining ríkir í fyrstu í Macondo. Paradísin er þó ekki algjör, því að
ættfaðirinn, José Arcadio, er haldinn þeirri áráttu að vilja uppgötva einn
og annan „vísindalegan" sannleik. A meðan lætm- hann flest annað
dankast, meðal annars uppeldið á börnum sínum. Engu að síður er
heimurinn nýr, „svo spánnýr að ýmsu hafði ekki enn verið gefið nafn, og
nauðsynlegt var að benda fingri á hlutina, væri vísað til þeirra“ (bls. 7).
Skírskoti upphaf bókarinnar til sköpunarsögunnar, skírskotar það einnig
til annarrar „sköpunarsögu". Þegar Spánveijar komu til Ameríku, urðu
þeir í fyrstu að benda á ýmis fyrirbæri með fingri, því að þeir áttu engin orð
yfir þau.
Hvörf verða í sögunni eftir rigninguna miklu, og má auðveldlega herma
hana upp á syndaflóð, nema því er komið af stað af Bandaríkjamönnum,
sem í þessu tilviki hafa tekið sér guðlegt refsivald. Flóð þetta sem stendur
nnm lengur en syndaflóð Bibhunnar, leiðir ekki til endumýjunar, þvert á
móti til úrkynjunar ahs.
Aurehano Babhonia stendm- í lok bókar með dularfuUu handritin sem
Melkíades hafði párað og tekst loks að ráða merkingu þeirra. Hann
uPPgötvar, „að allt sem í þau var skráð yrði aldrei endurtekið meðan
Sama rit, bls. 153.
33