Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 37
Með öfugurn formerkjum
Ákveðnum nöfnum fylgja ákveðin einkenni. En sameiginlegt einkenni
ættarinnar er einmanaleiki, eins og fram kemur í titli bókarinnar, og er
það stef vitaskuld margendurtekið á síðum hennar:
En Meme líktist hvorki Amaröntu né neinum í fjölskyldunni að því leyti,
að hjá henni örlaði ekki [ennþá] á ættareinkenninu, einsemdinni. (bls.
225)
Það er eins og meðlimmn ættarinnar takist aldrei að brjótast út úr ein-
semdinni nema í mesta lagi um stimdarsakir. Alltaf snúa þeir aftur. Frá
upphafi vega var Ursúla hrædd við „erfðasynd" ættarinnar, sifjaspellið, og
þar með úrkynjun, en lifir ekki nógu lengi til að sjá að ótti hennar hafði
ekki verið ástæðulaus. Hún verður þó allra kerhnga elst, vel yfir hundrað
ára, og vakir yfir Qölskyldunni meðan kraftar leyfa. Samt getur Úrsúla
ekki komið í veg fyrir, að hver gimist annan í þessari ætt, meira að segja
kynslóð fram af kynslóð. Á því sést hversu sjálfhverf ættin er. Og gildir þaö
jafnt um konur sem karla. Þó láta menn sjaldnast gimdimar hlaupa með
sig í gönur, þegar náinn skyldleiki er annars vegar. Amaranta hafnar
öllmn biðlum en leikur sér að eldinum við unga frændur sína fram á elliár
og hreykir sér svo af, rétt fyrir dauðann, að hún hverfi úr heiminum jafh
óspjölluð og hún hafði komið úr móðurkviði. Fyrir kemur að menn laðist
ómeðvitað að ættingja sínum, eins og Arcadio, bamabam José Arcadio,
sem varð ástfanginn af móður sinni, en vissi ekki að hún var móðir hans
(og ekki af Buendíaættinni). Seinasti afkomandinn í karllegg, Aureliano
Babilonia er sér meðvitandi um að Amaranta Ursúla er skyld honum, veit
bara ekki hvemig, því að uppruna sinn þekkir hann ekki. Hræddastm- er
harm við að þau kunni að vera systkin. Svo er ekki, hún er móðursystir
hans.
Smnir ættarmeðlimir hafa tilhneigingu til að loka sig inni í herbergi
eins og hðsforinginn Aureliano sem sat við gullfiskasmíði. Aðrir liggja yfir
blöðum Melkíadesar og reyna að fá einhvem botn í þau. Smám saman
verður ljóst að blöðin em skrifuð á sanskrít, en aðeins síðasta meðlimnum
í karllegg, Aureliano Babilonia, tekst að ráða fram úr þeim. Þó ekki fyrr en
örstuttu áður en hvirfilbylurinn þurrkar Macondo út af yfirborði jarðar:
Þama var skráð saga fjölskyldunnar, jafnvel smæstu atriði hennar, rituð
af Melkíadesi heilli öld áður en hún gerðist. (bls. 358)
Melkíades var því forspár, enda ahspámannlegur. Vegna nafnsins hafa
fræðimemi viljað gera hann handgenginn prestdómi:14
^ Sjá. L.I Mena, tilv. rit, bls. 151.
35