Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 38
Alfrún Gunnlaugsdóttir
Drottinn hefir svarið, og hann iðrar þess eigi: „Þú ert prestur að eilífu,
að hætti Melkísedeks.” (Sálmur 110:4)
Satt best að segja finnst mér nöfnin Melkíades (Melquíades á spænskn) og
Melkísedek (Melquisedec) ekki nógu nákomin til að ástæða sé að horfa í
þessa átt. Það breytir því samt ekki að yfir blöðmn Melkíadesar hvílir viss
helgiblær. Spádómur hans veldur því að svo virðist sem allt hafi verið
forákvarðað. Frá upphafi vega hafi Buendíaættin aðeins verið leiksoppur
illra forlaga og á henni hvílt eins konar bölvun. Blóðskömmin. Sonur
Aureliano Babilonia og Amaröntu Úrsúlu fæðist með tákn hennar en deyr
eins og móðirin.
Þótt Melkíades hafi til að bera þekkingu sem gerir honum kleift að
segja fyrir um óorðna hluti, eins og spámanna er háttur, merkir það ekki
að mínu mati, að spádómur hans hafi áhrif á framvindu mála, eða hann
sé handbendi afla er standi utan við hann eða ofar homnn.
Minnst hefur verið á að ritmáhð (og þar með ,,orðið“) gegni allstóru
hlutverki í bókinni. Ekki aðeins blöð Melkíadesar, heldur og minis-
sneplamir sem ættfaðirinn José Arcadio lét festa út um allt á tímum
andvökupestarinnar, til að gleyma ekki. Ritmáhð er svo notað af yfir-
völdmn til að falsa staðreyndir svo að þær gleymist. Atökin sem þeir tóku
þátt í, Aureliano liðsforingi og José Arcadio yngri, gleymdust líka fljótt.
Varðandi morðin á verkamönnunum, kemur José Arcadio yngri þó
sannleikanum áfram til Aureliano Babilonia. Vopnabróðir liðsforingjans
Aurehano kom sögu innanlandsstyrjaldarinnar til bamabamabams síns.
Vopnabróðirinn hét Gerineldo Márquez, barnabarnabarnið Gabriel.
Gabriel var vinur Aureliano Babilonia, en fór frá Macondo til Parísar að
„skrifa". Þá hefirr hann verið búiirn að öðlast fulla þekkingu á því sem
hafði gerst í Macondo. Þótt ekki komi það fram í sögunni, heitir afkomandi
Gerineldo Márquez væntanlega Gabriel Márquez. Það em því ekki blöð
Melkíadesar sem lesandinn hefur undir höndum og ber augum, heldur
skáldverk þessa „tvífara“ höfundarins, Gabriel García Márquez. Þetta
atriði hefur verið túlkað þannig, að Melkíades sé hinn „guðlegi andi“
sögunnar, Aureliano Babilonia sá er túlki hana, og Gabriel listamaðurinn
sem riti hana niður.15 Það sé því skáldskapurinn sem bjargi fortíðinni frá
gleymsku, komi henni áfram, en aðeins með því að þekkja uppruna sinn
viti menn hveijir þeir em.
Undir þetta seinasta atriði er naumast hægt að taka, jafhvel þótt
Hundrað ára einsemd varðveiti uppmna og sögu bæjarins Macondo og
fjölskyldimnar Buendía, og hvom tveggja vísi til sögu Kolombíu eða Suður-
15 Sama rit, bls. 187.
36