Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 39
Með öfitgum formerkjum
Ameríku. Ekki má gleyma að um ímyndun er að ræða, enda er verkið ekki
á neinn hátt sagnfræðilegt. Gabriel García Márquez virðist öllu heldur í
mun að koma því til skila, að skáldskapur sé að ýmsu leyti sannari en
margt af því sem ritað er og haldið á lofti sem opinberum sannleik eða
raunveruleika. Hugarílug og skáldskapm- höfði til annars konar skilnings á
manninum, og kannski dýpri en rit af annarri gerð eða tegund geti gert.
Skáldsögumar þijár, Forseti lýðveldisins, Pedro Páramo og Hundrað
ára einsemd gerast í „lokuðum heimi“. Heimur hverrar bókar um sig er
fyllilega sjálfstæður, sjálfum sér ráðandi, en skírskotar vitaskuld til lifandi
veruleika. í þeim öllrnn er lýst endurtekningu og stöðnun, jafnvel eyðingu.
Comala eyðist fyrir tilstilli Pedro Páramo. Macondo ferst í náttúru-
hamförum, en bærinn var hvort eð er að því kominn að hrynja. í lýðveldi
forsetans situr allt við það sama. Allar persónur bókanna þriggja, nema
þær sem saklausar eru í anda, virðast eiga sök á því sjálfar hvemig fer,
því veldur hvorki yfirnáttúrulegt né guðlegt afl. Böhð og ógæfan býr í
mönnunum sjálfum, og í þeim efinun eru allir meira og minna samsekir og
samábyrgir. Sök þeirra er skortur á ást í víðri og allt að því trúarlegri
merkingu orðsins. Því að elski menn ekki náunga sinn, em þeir dæmdir til
einsemdar og þá fær hið illa yfirhöndina. Eða eins og García Márquez hefur
orðað það: „einmanaleiki er í mínum huga andstæða samheldninnar11.16
Eins og fram ætti að vera komið eiga þessar skáldsögur ýmislegt
sameiginlegt, og milli þeirra em innbyrðis tengsl, að minnsta kosti í
nokkrum veigamiklum atriðmn, þó að öðm leyti séu þær ólíkar. Jafnvel
þótt svið sagnanna megi heimfæra upp á lönd ákveðinnar álfu, hefur efni
þeirra samt sem áður sammannlega skírskotun. Ekki síst vegna þess að
endurtekin em stef, sem á sinn hátt em siðfræðilegs eðhs, og örlar þar á
hugmyndum existensíalista, en jafnframt tengjast stefin Biblímmi og em
sett fram með þeim hætti að þau fá á sig goðsögulegt yfirbragð.
Höfundar þessara skáldsagna hafa verið vændir mn vonleysi.
Ekki verðrn- því neitað að í sögunum djarfar hvergi fyrir von um betri
framtíð, né er boðið upp á leið úr því víti sem þar er lýst. En hlutverk
höfrmda er ekki endilega það að vísa á bjarta framtíð og skærar lausnir. í
sögmuun er sagt frá því sem var og er, ekki hvemig það ætti að vera. Sé
einhver ,Jausn“ til er hana hvergi að finna nema hjá lesanda sagnanna.
Lesandanum er ætlað að opna augun og skoða í ljósi þeirra þá veröld sem
hann sjálfur hrærist í. Eftir lesturinn ætti að hafa runnið upp fyrir honum
að hugtakið lýðveldi er oft misnotað, ef ekki afskræmt, og að opinberar
16
Sjá Plinio Apuleyo Mendoza, E1 olor a guayaba, Barcelona 1982, bls. 108.