Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 41
Asdís Egilsdóttir
Um biskupasögur1
AF SAGNA-FLOKKUM þeim sem við koma íslandi er einn, sem hingað til
hefir verið of lítill gaumur gefmn, en það er kristnisaga landsins og
sögur hinna fyrstu biskupa í Skálholti og á Hólum í hinum forna sið, og
sem vér einu nafni nefnum Biskupasögur. Þessar sögur hafa einkenni-
legan blæ og líkjast nokkuð sagnaritum vorra tíða, því allflestar þessar
sögur hafa ritað þeir menn, er sjálfir lifðu samtíða þeim er sögurnar eru
af, hafa þær því fremur æfisögu brag. Fyrirmynd þessara sagna er
Islendingabók Ara, þar ritaði Ari langt skeið um það, hvemig kristni kom
á Island, eptir sögn Teits í Haukadal, fóstra síns, og síðan æfi tveggja
hinna fyrstu biskupa í Skálholti.2
Þetta er upphaf formála fyrstu heildarútgáfu biskupasagnanna, sem er
orðin meira en 100 ára gömul, og í formála þeirrar útgáfu er eirrnig fyrsta
fræðilega umfjöllunin um sögumar. Nýrri fræðilegar útgáfur hafa síðan
komið fram; Hungurvaka (1938); Þorláks saga, með jarteinabókum og
latínutextum; og Páls saga (1978), allar í útgáfu Jóns Helgasonar,
Laurentius saga í útgáfu Ama Bjömssonar (1969), Áma saga í útgáfu
Þorláks Haukssonar (1972) og Guðmundar sögur biskups I. bindi, í útgáfu
Stefáns Karlssonar (1983).
Asamt þeim Guðrúnu Asu Grímsdóttur, Peter Foote og Stefáni Karls-
sym vinn ég nú að nýrri útgáfu biskupasagna fyrir Hið íslenska fom-
ntafélag. Mér hefur verið falið að annast útgáfu á og skrifa inngang að
Þorláks sögu, Hungurvöku og Páls sögu.
Ætliuiin er nú að gefa biskupasögumar út í 5 bindum og vonir standa
til þess að hið fyrsta þeirra, sem verður Áma saga og Laurentius saga í
utgáfu Guðrúnar Ásu Grímsdóttur, komi út innan skamms.
Það hefur einnig komið í minn hlut að fjalla um biskupasögumar frá
sjónarhóli bókmenntanna í inngangsbindi verksins, en hliðstæð sagn-
fræðileg umfjöllun er í höndmn Guðrúnar Ásu Grímsdóttur. Hér á eftir ætla
eg að reyna að skýra frá nokkmm þeirra vandamála sem ég hef verið að
ghma við og tilraunum mínum til þess að leysa þau. í því skyni hef ég að
2 Fyrirlestur þessi var fluttur í málstofu í guðfræði 26. janúar 1993.
Biskupa sögur I-II. [Útg. Guðbrandur Vigfússon og Jón Sigurðsson.]
Kaupmannahöfn 1858-1878, formáli v.
39