Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 42
Asdís Egilsdóttir
sjálfsögðu þurft að leita á náðir löngu genginna fræðimanna, reynt að
skilja hvað biskupasögumar sögðu þeim og síðan, með hjálp fræðimanna
úr fleiri en einni grein, leitast við að marka mér mína eigin stefnu. En það
þarf vart að taka fram að hér verður aðeins rætt um brot af viðfangsefnum
mínum og vandamálum. En áður ætla ég að gera örstutta grein fyrir tíma-
bilinu sem biskupasagnaritimin nær yfir. Sögumar, sem mn er að ræða, ná
yfir tímabilið frá því um 1200 og fram yfir miðja 14. öld. Sögurituninni
mætti skipta í tvö tímabil, það fyrra nær rétt fram á annan tug 13.
aldarinnar. Síðan kemur hlé fram á miðja 13. öld. Þá og á 14. öldinni
verða til nýjar sögur og nýjar gerðir af eldri sögum * 3
Upphafsorð formála fyrstu heildarútgáfunnar, sem vitnað var til hér að
framan, sýna glögglega hvaða augum útgefendm- hennar litu biskupa-
sögumar. Gildi biskupasagnanna er í þeirra augrnn fyrst og fremst sagn-
fræðilegt, í þeim skilningi að þama sé hægt að fá beina vitneskju um sögu
kristni og kirkju. Bent er á að biskupasögumar séu samtíðarsögur og má
lesa út úr orðum formálans að einmitt þess vegna geti þær talist góðar
heimildir. Með þessari útgáfu mótast ennfremur sú hefð að íjalla um svo-
nefndar biskupasögur sem eina heild. Þeirri hefð verður haldið í væntan-
legri útgáfu fomritafélagsins, þó að um réttmæti þess megi deila.4
En var göfugur tilgangur þeirra, sem þessar sögur settu saman, sá einn
að láta komandi kynslóðum í té sem áreiðanlegastar heimildir um sögu
kristni og kirkju? Hvers konar heimildir em þessar sögur og heimildir um
hvað? Og hver var aðferð höfundanna við að miðla því sem þeir vildu ijá?
Allar þessar spumingar em áhugaverðar og mikilvægar, en þar sem ég
starfa fremur á sviði bókmennta en sagnfræði finnst mér síðastnefnda
spumingin áleitnust.
Ohætt er að fullyrða að rannsóknir Bjama Aðalbjamarsonar hafi valdið
straumhvörfum í \4ðhorfum manna til biskupasagnanna.5 Það er einkum
tvennt sem er athyglisverðast við athuganir Bjama. Hann kannaði latnesk
sögubrot um Þorlák helga og benti á að helgi hans og átrúnaður á hann
væm forsendur söguritunarimiar. Niðurstaða hans var mikilvægt innlegg í
umræðuna um aldursröð íslensku biskupasagnanna, áður vildu menn
helst hugsa sér að Jóns saga væri elsta biskupasagan, sprottin úr hinmn
^ J0rgeu Höjgaard Jorgensen. Bispesagaer - Laurentius saga. Odense 1978,
6-30.
4 Sjá nmgr. 8.
5 Bjarni Aðalbjarnarson. Bemerkninger om de eldste bispesagaer. Studia
Islandica 17 (1958), 27-37. Grein Bjarna birtist fimm árum eftir andlát
hans, en hugmyndum hans var fyrst komið á framfæri í formála útgáfu
Einars Olafs Sveinssonar á Páls sögu, Reykjavík 1954.
40