Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 43
Um biskupasögur
klerklega norðlenska jarðvegi, og ritun Þorláks sögu til komin fyrir áhrif írá
Jóns sögu. Á þeirri skoðun voru m.a. Sigurður Nordal* 6 og Jón Jóhannes-
son.7
Jakob Benediktsson tók latínubrotin síðar til athugunar, eftir að enn
eitt textabrot hafði komið í leitimar á Þjóðskjalasafni.8 Niðurstöður hans
bættu við og lagfærðu sitthvað af því sem fram hafði komið hjá Bjama.
Jakob minnir einnig á nauðsyn þess að latnesk lífssaga hins helga manns
hafi verið rituð og slík saga hafi síðan verið midirstaða lítúrgískra texta og
söguritunar á móðurmálinu.
Hér gefst ekki tóm til þess að fara nánar út í þróunarsögu og hugmyndir
um aldursröð elstu texta um íslenska biskupa, en haldið verður áfram að
láta þessa tvo fyrmefndu fræðimenn, Bjama og Jakob, vísa veginn og láta
okkur sjá að minnsta kosti sögur hinna helgu biskupa, þeirra sem vom
viðm-kenndir helgir og hins þriðja sem menn vildu líta á sem helgan, í sem
réttustu ljósi, sem helgisögur og þar með grein af alþjóðlegum meiði.
Á þann hátt hefur einmitt verið fjallað um biskupasögurnar meðal
fræðimanna síðasthðinn aldarfjórðung, þegar um þær er fjallað á annað
borð. Þessi viðhorf hafa einnig haft í för með sér að menn hafa efast um
réttmæti þess að telja biskupasögur eina bókmenntagrein og tekið hug-
takið til endurmats.9
Á fyrra skeiði ritunar biskupasagna urðu til tvær sögur um helga
biskupa, elstu gerðir Þorláks sögu og Jóns sögu, en þá er einnig rituð
Hungurvaka, sem er saga fimm fyrstu biskupanna í Skálholti.10
0 _
Egils saga. Islenzk fornrit II, Reykjavík 1933, lxvii, Sagalitteraturen.
7 Kaupmannahöfn 1953, 212-214.
Jón Jókannesson. Tímatal Gferlands í íslenzkum ritum frá þjóðveldisöld.
Skímir 126 (1952), 76-93.
Jakob Benediktsson. Brot úr Þorlákslesi. Afmælisrit Jóns Helgasonar.
9 Keykjavík 1969, 98-108.
Sjá m.a. Hans Bekker-Nielsen, Ole Widding og Tkorkil Damsgaard-Olsen.
Norrpn fortællekunst, Kaupmannahöfn 1965, Guðrún Nordal, Sverrir
Tómasson og Vésteinn Ólason. íslensk bókmenntasaga I, Reykjavík 1992. í
þessum ritum er ekki fjallað um biskupasögur sem sérstakan flokk sagna.
Sjá einnig: Ásdís Egilsdóttir. Eru biskupasögur til? Skáldskaparmál II
(1992), 1-14.
Um Hungurvöku er fjallað í grein minni Eru biskupasögur til? Þar er bent á
tengsl Hungurvöku við evrópska biskupasagnaritun, Gesta episcoporum, og
belgisagnaritun. Einnig reyni ég að sýna fram á að leifar heildarsögu
Skálholtsstóls á latínu séu til í handritabroti.
41