Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Qupperneq 45
Um biskupasögur
sína sækir hann fyrst og fremst í guðspjöllin en einnig skyldar helgisögur.
Allar sögur um játara taka mið af ævi Krists, greint er frá lífi þeirra og
starfi, dauða og að lokmn upprisu til heilagleika.
Snemma á 5. öld kom fram ný tegrnid játarasagna með sögu heilags
Martinus (Marteins), biskups í Tom-s eftir Sulpicius Severus, samtíma-
mann biskups.14 Slíkar sögur segja frá dugmiklum kirkjunnar mönnmn og
sfjómsýslu þeirra í þágu kirkjmmar. Þeir störfuðu á meðal fólksins og voru
á þann hátt frábrugðnir hinrnn austrænu einsetumönnum sem elstu
játarasögumar lýsa. Martinus er að mörgu leyti arftaki píslarvottanna og
einsetumannanna, hann er munkur og þolir hvers kyns harðindi og
höfundm- getur þess að hann hefði áreiðanlega dáið píslardauða ef hann
hefði verið uppi á tímum ofsóknanna. Sulpicius Sevems leggur samt sem
áður megináherslu á postullegt hlutverk hans og starf.15 íslensku biskupa-
sögurnar sveija sig í ætt við þessa grein játarasagnanna sem kalla má
sögur af helgum biskupum. Hér á landi hafa varðveist þýðingar á móður-
málinu af sögum þeirra Augustinus, Ambrosius, Martinus, Maurus,
Nicholaus, Remigius, Dunstanus og Tómasar erkibiskups frá Kantaraborg
(sem reyndar er einnig píslarvottur). Sögur þeirra biskupa, sem töldust
helgir menn, þ.e. sögur Þorláks, Jóns og að nokkm leyti Guðmimdar, fylgja
augljóslega hinu hefðbundna frásagnarmynstri lífssögmmar. En hfssögur
helgra manna mótuðu alla ævisöguritun miðalda, allt frá því að Sulpicius
Sevems ritaði sögu Marteins biskups.16 Þannig má sjá að allar íslenskar
biskupasögur taka mið af lífssögum helgra biskupa, einnig þær sem ekki
fjalla um helga menn og em fremur taldar til sagnfræðilegra rita. Þó svo að
mennimir séu ekki allir helgir em embætti þeirra helg.17 Sá skyldleiki,
sem þannig kemur í ljós, getur réttlætt þá ákvörðun að skipa biskupa-
sögum áfram í einn flokk, eins og ætlmún er að gera í væntanlegri útgáfu
fomritafélagsins.
I lífssögunum er ævi biskupanna rakin samkvæmt hefðbundinni
formfestu. Þau æviatriði sem greint er frá em þessi: 1) Fæðing, bemska og
æska, 2) Biskupskjör, vígslufor og heimkoma, 3) Biskupstíð, 4) Dauði og
greftrun, 5) Beinaupptaka, 6) Jarteinir.
^ Martinus saga. Heilagra manna sogur I. Gtóð útgáfa latneska textans er
útgáfa J. Fontaine, Vie de Saint Martin I-III. Paris 1967-9.
Um Sulpicius Severus og Martinus sögu, sjá: Clare Stancliffe. St. Martin
and kis Hagiographer. Oxford 1983.
Um ævisöguritun miðalda og helgisagnaritun, sjá: Thomas J. Heffernan.
Sacred Biography. Saints and Their Biographers in the Middle Ages.
Oxford 1988.
17
A þetta hefur Michel Sot bent í bók sinni Gesta episcoporum, gesta
abbatum. Typologie des sources du moyen age occidental 37, Brepols 1981.
43