Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 46
Ásdís Egilsdóttir
Tvö síðasttöldu atriðin eiga einungis við sögur helgra biskupa, að öðru
leyti eiga þessi efnisatriði við allar sögur sem við nefhum biskupasögur. Eg
mun nú ræða nánar um þessi atriði og taka dæmi úr ýmsum
biskupasögum, þýddum jafnt sem frumsömdum, um helga biskupa og
aðra og freista þess að sýna þannig fram á skyldleika frásagnanna. Það er
skylt að taka fram að þau dæmi, sem hér verða tínd til eru ekki nein
tæmandi skrá, af mörgu fleiru er að taka, en þá er hætt við að lesturinn
yrði oflangur.
Fæðing, bernska og æska
í þessum hluta sögimnar sýnir helgisagnaritarinn strax að dýrlingurinn er
ólíkur öðrum mönnum. Oft boða draumar og aðrir fyrirboðar fæðingu hans
og hegðun dýrlingsins í bemsku sýnir hvert stefnir. Sem ungur drengur
leikm- Ambrosius til dæmis að hann sé biskup og lætur systur sínar kyssa
á hönd sér. Hann er í rauninni aldrei bam, hann er piier senex, aldraður
drengur. í þessum hluta verða stundum straumhvörf í lífi hins unga
manns, hann stendur frammi fyrir vali og velur veg Guðs og kirkjunnar.
í biskupasögum er greint frá ætt og uppmna biskupanna og er þá lögð
áhersla á kyngöfgi þeirra og guðsótta foreldranna og annarra skyldmenna.
Móður Laurentius Kálfssonar dreymir að hún sé stödd í Hólakirkju, ásamt
fjölmenni, þegar hún ber hann undir belti og þar er henni rétt biskups-
innsigli til varðveislu.18 Þegar sagt er frá fæðingu og bemsku biskupanna
er algengt að tignarfólk eða helgir og lærðir menn séu kallaðir til vitnis um
það sem koma skal. í Jóns sögu gegnir Guðini góði, sem sagður er heilagur
maður í B-gerð sögunnar, hlutverki hins forspáa, hann sér að Jón hefur
yfirbragð heilags manns þegar hann er bam að aldri. Þegar Jón situr til
borðs við hirð Danakonungs ásamt foreldrum sínum, vill bamið teygja
hendumar eftir því sem það sér á borðinu. Þorgerður, móðir Jóns, hirtir
hann með því að slá á hendur hans, en Ástríður drottning bannar henni
það, þar sem hendur bamsins séu „biskups hendur.''19 Aður hafði Ólafur
helgi Noregskonungur spáð því að frá Þorgerði kæmi göfugasti ættbogi á
íslandi. Runólfur, ábóti í Veri, og Hákon Noregskonungur reynast forspáir
um vegsemd Ama Þorlákssonar innan kirkjunnar.20 Biskuparnir em
Laurentius saga biskups. Rit Handritastofnunar íslands III. Árni
Björnsson bjó til prentunar. Reykjavík 1969, 4.
Biskupa sögur I, 217. Allar tilvitnanir í miðaldatexta í þessari grein verða
færðar til nútímastafsetningar.
Árna saga biskups. Stofnun Ama Magnússonar á íslandi, Rit 2. Þorleifur
Hauksson bjó til prentunar. Reykjavík 1972, 7.
44