Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 48
r
Ásdís Egilsdóttir
þaðan af var hann aldrei að þess kyns leik né dansi, hvorki áður né
síðan, og kenndi sig í þessu mundu hirtan af óskynsamlegri skemmtan.26
Draumvitrun verður til þess að Þorlákur Þórhallsson velur veg Guðs og
kirkjmmar. Þegar ættingjar hans hvetja hann til kvonbæna, fær hann um
það vitneskju að honvun sé ætluð önnur brúður og æðri, þ.e. kirkjan.27
Biskupskjör, vígsluför og heimkoma
í sögum af helgum biskup bregst biskupinn tilvonandi ævinlega á þann
hátt við kjöri sínu að hann færist undan og telur sig alls óverðugan þeirrar
tignar sem honum er ætluð. Með þessu sýnir hann lítillæti sitt. Þannig
tekur Tómas Becket til orða þegar hann fréttir að hann hefur verið vahnn
til að gegna embæti erkibiskupsins í Kantaraborg:
En eg er á alla vega ómaklegur þeirrar tignar, því að eg hefi í öllum
hlutum til saka gert og til sekta við almáttkan guð og helga kirkju. Og
færðist hann undan á alla vega, sem hann mátti, að taka við biskups
tign.28
íslensku dýrhngamir, ásamt Guðmtmdi, em látnir bregðast við á þennan
hátt. í elstu gerð Þorláks sögu er að vísu ekkert hik á Þorláki, en það er til
marks um kunnáttu höfundar B-gerðar sögunnar að þar er greint frá
hógvæmm viðbrögðum hins tilvonandi biskups, reyndar til samræmis við
latínutexta.29
Viðbrögðum Jóns Ögmundsonar er lýst á þennan hátt í B-gerð Jóns
sögu:
En þó að hinn heilagi Jóhannes teldist undan þessum veg og vanda í
fyrstu, fyrir lítillætis sakir, þá lét hann þó að bæn Gissurar biskups og
annarra góðra manna, og játaðist undir utanferð og biskupsvígslu að
taka, ef guð vildi að honum yrði þess auðið.30
26 Árna saga, 5.
Þorláks saga, 185.
28 Heilagra manna sögur II, 318.
29 í latínubroti í AM 386 4to II stendur: „Ipse vero Thorlacus sue electioni
multum renitens et se episcopatu indignum clamitans. Hac intentione
omnium peticioni victus succubuit et ut ipse cum aliis duobus eligendis
tercius nominaretur consensit, quia certissime alium magis quam se
eligendum fore putabat.” í B-gerð Þorláks sögu segir: „En er þessi kosning
var fallin til hins sæla Þorláks ábóta þá sagði hann sér það mjög á óvart
koma og kvaðst fyrir því eigi hafa undan gengið að vera í þeim kosningi að
þá teldist aðrir síður undan og sagðist ekki vera til fallinn þessa vanda og
tignar.” Þorláks saga, 164-165, 242.
^9 Biskupa sögur I, 231.
\
'i
46