Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 49
Um bi'skupasögur
En Arni Þorláksson sýnir einnig samskonar lítillæti. Þegar Jörundur
biskup og „hinir vitrustu menn’’ hafa samþykkt að velja Áma til utan-
ferðar, tók hann þeirri ákvörðun:
nokkuð seinlega, en þó fyrir sakir bænastaðar allra hinna bestu manna
sigldi hann með bréf þeirra og kom á erkibiskups fund . . .31
Biskupseíni vekur jaínan athygh í vígsluíor sinni og votta það tignir menn
að honum muni ætlað meira hlutverk en öðrum mönnum.
Það er einnig áhugavert að sjá hvemig greint er frá heimkomu úr
vígsluför. I þeim frásögnmn er lögð áhersla á fögnuð manna, þegar þeir
taka á móti biskupi sínum. Peter Koppenberg hefur reyndar bent á að hér
megi sjá samsvörun við lýsingu Matteusarguðspjalls á innreiðinni í Jerú-
salem.32 „Menn urðu stórlega fegnir hans tilkomu”33 segir í sögu Þorláks
helga. í Hungurvöku er heimkomu Gissurar ísleifssonar lýst á þessa leið:
Eftir það fór Gissur biskup út til íslands og tók öll alþýða feginsamlega
við homnn.34
í Laurentius sögu segir ennfremur:
. . . reið herra Laurentius biskup norður til Hóla, og urðu allir menn á
staðnum honum fegnir.35
Biskupstíð
Hér er lýst stjóm og öðrum daglegum háttum biskups. Lögð er áhersla á
lítillæti hans, tignin stígur honum ekki til höfuðs. Lýst er daglegum
háttum hans, bænrækni og annarri Guði þóknanlegri iðju:
En síðan er Martinus tók biskups vígslu, þá hélt hann hinu sama
lítillæti í hjarta sem fyrr og hinum sama klæðabúningi. Og hann var svo
fullur af skynsemi að hann varðveitti biskups tign en týndi eigi munka
sið.36
Þó svo að lýsing á biskupstíð einstakra biskupa sé persóniilegasti og
sjálfstæðasti hluti biskupasagnanna má greina þar ákveðna áhersluþætti
sem sögvmmn em sameiginlegir. Lýsing á daglegum háttum þeirra er
stöðluð í anda fyrirmyndanna og í þeim sögum, þar sem biskupar eiga í
31
Arna saga biskups, 11.
^ Koppenberg, 88.
Þorláks saga, 204.
Hungurvaka. Byskupa sögur, 1. hefte. Udg. Jón Helgason. Köbenhavn
1938, 85.
Ot ’
Laurentius saga, 97.
Heilagra manna sögur II, 558. Sbr. einnig Vie de Saint Martin, 272.
47