Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 50
r
Asdís Egilsdóttir
höggi við mótstöðumenn,37 er ljóst að málstaður þeirra er réttur. Barátta
þeirra er jafnframt barátta kirkjunnar.
í Þorláks sögu, einkum yngri gerðum sögunnar, er því lýst hvemig
andstæðingar biskups fá makleg málagjöld vegna rangrar breytni sinnar
gagnvart biskupi og kirkjunni. Amgrímur Brandsson vandar mótstöðu-
mönnum Guðmundar ekki kveðjumar í Guðmundar sögu sinni, þeir em
„dauðasynir”, jafnvel „ihgimdarprestar" með „eiturtungu.”38
Kolbeinn Tumason og menn hans heyra ekki í klukkum Hólakirkju,
þegar þær hringja allar á Maríumessu, og mn þetta segir Amgrímm-:
Birtist í þeima lilut, kver guðs reiði lá yfir þeima lýð, að allir voru
samdæmdir svo sem með einu banni.39
Hann ber líka beinlínis saman Kolbein Tumason og Heinrek Englands-
konung og þannig gegnir Guðmimdur vun leið sama hlutverki og hinn
heilagi Tómas Becket.40
Þegar biskup situr á friðarstóli hvílir megináherslan í lýsingu hans á
kristilegum dyggðum, guðsótta og góðum siðum, í anda játaranna sem
vaka, fasta og biðja. í Hungurvöku em það einkmn Þorlákur Runólfsson og
Klængur sem iðja þannig og biðja, kenna, lesa helgar bækm- og láta rita.41
Þmigamiðja biskupstíðar Jóns Ögmundssonar á Hólmn er frásögnin af
skólahaldi og ti-úarlífi á Hólum. Þessi frásögn er fyllri í yngri gerð sögunnar
og ber keim af lýsingu á klausturlífi:
Hér mátti sjá um öll hús biskupsstólsins mikla iðn og atköfn. Sumir lásu
heilagar ritningar, sumir rituðu, sumir sungu, sumir námu, sumir
kenndu. Engi var öfund þeirra í millum eða sundurþykki, engi ágangur
eða þrætni, hver vildi annan sér meira háttar.
Enginn fór þar með lausung eða margmælgi. Hinir eldri menn og meiri
háttar voru með staðfesti og athuga, en ungir menn haldnir og siðaðir
undir stjórn hinna eldri manna og algerðu hvorirtveggja fagurlega sitt
embætti.42
Þessi lýsing er í alveg sama anda og finna má í frásögn af munkhfi heilags
Marteins og víðar.
Þó svo að of langt væri gengið að segja að öll persónuleg einkenni
biskupanna séu þurrkuð út er þó ljóst að megináherslan hvílir á þeim
Þorláks saga, Árna saga, Ambrosius saga, Thomas saga.
Biskupa sögur II, 69, 171.
Biskupa sögur II, 68.
40 Sbr. Byskupa sögur II, 42, 59.
41 Hungurvaka, 96, 111.
42 Biskupa sögur I, 240.
48