Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 52
Asdís Egilsdóttir
dauða eru staðfesting þess að hinn helgi maður hafi fengið nýtt hlutverk
með Guði sínum, hlutverk ámaðarmannsins.
Nú vakna ýmsar spumingar, — hvað verður mn heimildargildið þegar
ljóst er hversu h'kar sögumar em, hvemig þær fylgja fastmótaðri, fyrirfram
ákveðinni hefð? Liggur þá næst fyrir að hreinsa alla „munkamærðina"48
burt, rétt eins og illgresi úr kálgarði, svo það sem skipti meginmáli standi
eitt eftir, kjamgott og tilbúið til neyslu? Eða leiðir slíkur hugsimarháttur
okkur ef til vill út á háskalega braut?
Við höfum séð að skyld fonngerð liggur að baki biskupasögum, sömu
efnisatriði koma fyrir, og það getur jafnvel verið um að ræða líkingar í
orðalagi. Hvers vegna, — er hugmyndafátækt höfundanna um að kenna?
Hvaða áhrif hafði þessi einhæfni á viðtakendur sagnanna? Hvemig gátu
menn sætt sig við að fleiri en einn helgur maður gerði sama kraftaverkið,
sem jafnvel gat verið hið sama og Jesús Kristur gerði og fleiri en einn
virtust vera næstum sama persónan, með sams konar æviferil og sömu
viðhorf? Hvaða áhrif hafði það á menn að Þorlákur biskup Þórhallsson var
í raun annar Ambrosius? Orð þeirra beggja em sæt sem hunang, margt er
líkt í frásögn af deilum þeirra við höfðingja, andstæðingar þeirra hóta því
að gera kirkjur að hrossahúsum, afdrif mótstöðumanna hin sömu, þeir
týna líkamlegri heilsu og andlegri og hönd manns, sem ætlar að fara með
vopnum gegn biskupi, stirðnar. Og hvaða áhrif hafði það á menn að Þorlák
hafði þyrst við andlát sitt eins og Krist og skömmu áður dreymt að hann
bæri höfuð heilags Marteins í faðmi sér?
Þegar leita skal svara er rétt að byrja að átta sig á hugmyndum
miðalda um persónuleikann og leita þá til kenningasmiða 12. aldar.
Stundum hefor 12. öldin, öldin sem oft hefur verið kennd við bæði
endurreisn og húmanisma, verið kölluð öld einstakhngsins, jafnvel öldin
sem uppgötvaði einstakhnginn eða sjálfið.49 Ýmsir miðaldafræðingar, sem
við bókmenntir fást, svo sem Peter Dronke, hafa bent á að einstak-
lingurinn stígur fram á sjónarsviðið í bókmenntum 12. aldar, sem
höfimdur og sem viðfangsefni.50 Menn hafa veitt athygli áherslu hugsuða
þessa tíma á tilfinningar og kenndir sem móta gjörðir manna. Vitnað hefor
Sbr. orð Finns Jónssonar um frásögn af dauða Páls biskups í Páls sögu:
„Dette svulstige munkesnak dömmer sig selv" og stíl Þorláks sögu, „den
snakkesalige ordprunkede gejstlige.” Den oldnorske og oldislandske
litteratures historie. Köbenhavn 1920-1924, 563, 565.
Caroline Walker Bynum. Jesus as Mother. Studies in the Spirituality of
the High Middle Ages. Berkeley 1982, 82 nmgr.
50 Peter Dronke. Poetic Individuality in the Middle Ages. Oxford 1970.
50