Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 53
Um biskupasögur
verið til kenninga Abelards,51 þar sem hann talar um að ásetningurinn
skipti jafn miklu máli og gjörðimar. Menn draga ekki úr mikilvægi
skriftanna, en iðrunin er að minnsta kosti jafn mikilvæg til að öðlast
fyrirgefhingu synda.52 Og Bemharður frá Clairvaux lagði áherslu á einhvers
konar sjálf, innri mann sem maðurinn þyrfti að uppgötva á leið sinni til að
líkjast Guði, ekki á þann hátt að maðurinn ætti að leysast upp í
guðdóminum og verða hluti af honum, heldm- samverkamaður og vinur
Guðs.53 Við sjáum að „vinur Guðs” er sú einkunn sem helgrnn mönnmn er
oft valin.54
Caroline Walker Bynum hefur fjallað nýlega mn þetta flókna viðfangs-
efni og efast reyndar um að rétt sé að tala um einstakling í þessu
sambandi, enda imi of nútímalegt hugtak að ræða.55 Þau hugtök, sem
menn notuðu á miðöldum þegar þeir beindu sjónum inn á við, vom anima
(sál), seipsum (sjálf) eða einfaldlega homo interior (innri maður). Þetta
„innra”, sem þeir eru að fást við, fellur ekki saman við skilning
nútímamanna á einstaklingnum, hinn innri maður er samkvæmt nútíma-
skilningi einnig persónu/einstaklingsbundið fyrirbæri. Annar fræðimaður,
John Benton, hefur bent á að 12. aldar spekingar hafi talið uppgötvun
innri manns vera það sama og að finna hjá sjálfum sér mannlegt eðh
skapað í mynd Guðs. Þessi mynd, imago dei, skyldi vera mönnum
sameiginleg.56 Innsýn í þessar hugmyndir mn eðli persónuleikans geta
aukið okkm- skilning á þeim sögmn sem hér eru til umfjöllunar. Menn
fomaldar sóttu sér fyrirmyndir til merkra persóna úr fortíðinni og því var
haldið áfram, en frá og með 12. öldinni færist áhersian yfir á þroska-
viðleitni í átt til Guðs, með því að horfa á mynd Guðs í hinum innra
manni. Helgir menn, sem lengst náðu á þeirri þroskabraut, voru sannir
sporgöngumenn Krists, aðrir menn skyldu eftir þeim líkja. I biskupa-
sögunum verða tengslin við helga menn og Krist einnig til þess að réttlæta
athafnir þeirra sem margar hveijar hafa verið umdeildar.
I Þorláks sögu má sjá gott dæmi um þessa hugsun, þegar sagt er frá
námi Þorláks hjá Eyjólfi presti Sæmundarsyni og lýst þeirri virðingu sem
Þorlákur bar fyrir meistara sínum. Hann er sagðrn- hafa minnst orða Páls
postula, „Verið þér eftirlíkjarar mínir sem eg er Krists" (1. Kor.ll:l).
^ Colin Morris. The Discovery of the Individual: 1050-1200. New York 1973;
D.E. Luscombe. The School of Peter Abelard. Cambridge 1969.
52 Bynum, 86.
^ Bynum, 86 og þar til vitnuð rit.
Sjá m.a. Þorláks sögu, 405.
55 Bynum, 82-109.
56 Bynum, 87.
51