Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 55
Um biskupasögur
Hér má nú sjá einkanlegan hlut og eftirdæmi sæls Martini rnjög loflegan,
því að fyrir bænir þessa guðs manns tókst hvortveggja braut, fall af
fénaði og sótt af mönnum, því að þar birtist mestur verðleikur mannsins,
ef hann þiggur af mannfólki lagða ráðning, hvort sem heldur fyrir syndir
þeirra sjálfra eða leyndan guðs dóm, sem vottaði sæll Martinus, þá er
hann græddi hús Licontii jarls.63
Hann lætur sér ekki nægja að heimfæra minni annarra sagna upp á
Guðmtmd heldur skýrir hann einnig tengslin og bendir á þau.
Nú má spyrja, hvers konar tungumál, og hér á ég við tungumál í
bókmenntafræðilegum skilningi, hæfi best bókmenntum á borð við þessar.
Það ætti ekki að koma lengur á óvart að það er hefðbundið, stílfært
tungumál, tungumál hefðarinnar, sem riturum helgisagna og kirkjulegra
ævisagna bar að lúta og virða.64 Þetta er tungumál sem fæst fremui- við að
lýsa því sameiginlega en því sértæka. Þess vegna þarf það ekki lengur að
koma okkur á óvart að ein saga virðist annarri lík og að sagt sé frá með
svipuðu orðalagi. Það er ekki beinlínis um það að ræða að hver saga hafi
einhveija ákveðna fyrirmynd, þær eru allar hluti af sömu heild, eins og þeir
einstaklingar sem þær segja frá, og það er áheyrendahópnum ætlað að
skilja.
. Einhæfni sagnanna er því í raun styrkur þeirra og ber menntun höfund-
anna vitni. Með hefðbundnum frásagnarhætti sínum koma þær kenningum
hugsuða miðalda áleiðis til áheyrenda, sem ekki voru allir lærðir á bók.
I þessari grein hefur af og til verið minnst á heimildagildi, allt frá hug-
myndiun 19. aldar um að biskupasögumar gefi sem samtíðarsögur raun-
sanna mynd af atburðum og lífi og athöfnum aðalpersónanna, til þeirra
efasemda sem auðveldlega geta kviknað þegar lesið er með gleraugum
helgisagnafræðingsins. En ég minntist hka á að það væri vafasöm aðferð
að ætla sér að ryðja út því helgisagnakennda í þeim tilgangi að „sjá hvað
raunverulega gerðist,” ef svo má að orði komast. Raunveruleikinn fyrir mið-
aldamanninum var einnig annað og meira en það sem sjáanlegt var berum
augum. Og þegar þessar sögur eru metnar á eigin forsendum má heldur
ekki gleyma því að einkum helgisögumar túlkuðu viðfangsefni sitt sem
guðfræðilegan veruleika, með heilaga ritningu sem fyrirmynd, eins og
Svenir Tómasson hefur meðal annars bent á.65 Þannig gátu menn ritað að
eigin mati sannferðugar sögur helgra manna og dyggðugra, þó að heimildir
væru rýrar, en frammi fyrir þeim vanda stóðu menn bæði hér á landi og
63 Biskupa sögur II, 35.
^ Sbr. Heffeman, 151-157.
65 7
Sverrir Tómasson. Formálar íslenskra sagnaritara á miðöldum. Stofnun
Araa Magnússonar á íslandi, Rit 33. Reykjavík 1988, 246-247.
53