Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 58
Clarence Edvin Glad
á annars vegar rætur sínar að rekja til áherslu þeirra á „eskatólógísk” stef
í hugsun Páls postula og hins vegar þeim augljósu sannindum að
hugmyndaheimur Páls er „apókalýptískur,” eins og það hefur verið orðað,
þ.e.a.s. mótaður af veruleika handan stundar og staðar, og inngrips Guðs í
tilveru manns hér og nú á hinum síðustu dögum. Þar að auki notar Páll
orðið á-nóÁÁuvai annars staðar í 1. Korintubréfi með bersýnilegri
skírskotun til enda tímanna.1 Þá hefur verið sýnt fram á mikilvægi heims-
slitahugmynda og dómsdagstrúar í frumkristni og notkun orðsins
crrróÁÁuvai til tjáningar á slíkri sögutúlkun.2 Tilgáta mín á því á brattann
að sækja. En áður en lengra er haldið og áður en við lítum á 8. kaflann er
nauðsynlegt að huga að ýmsum vísbendingum fyrr í bréfinu varðandi deilur
þær sem hér eru til umræðu.
Deilur um kennsluaðferðir:
Vísbendingar í 2. - 4. kafla 1. Korintubréfs
Utbreiddasta skoðun fræðimanna er sú að í 1. Korintubréfi setji Páll fram
apókalýptíska framtíðarsýn gegn skoðun Korintumanna mn að endir allra
tíma sé upp runninn („realized eschatology”), þ.e.a.s. að öll þau gæði er
menn væntu á þessum tímamótum væru þeirra hér og nú. Önnur ekki eins
útbreidd tilgáta er sú, að Páll tefli framtíðarsýn sinni gegn skoðun sem
byggð var á tiltekinni mannfræði er afheitaði möguleika líkamlegrar upp
1 1. Kor 1.7 („Þér væntið opinberunar Drottins vors Jesú Krists"); 1.18 („Því
að orð krossins er heimska þeim er glatast (o'i áTroÁÁúpevoi), en oss, sem
hólpnir verðum (oi ocp^ópevoi), er það kraftur Guðs”); 1.19; 2.6-16; 3.12-15;
4.5; 7.31 („Því að heimurinn í núverandi mynd líður undir lok”); 10.9-10, 11
(„til viðvörunar oss, sem endir aldanna er kominn yfir”; sbr. 2. Kor 2.15;
4.3; 2. Þess 2.10). Þó vísar Póll til komandi dóms Guðs í 1. Kor 3.8, 12-15,
17, og 4.5, og einnig í 6.12-20.
2 Sjó ritsafnið Apocalypticism in the Mediterranean World and the Near East.
Proceedings of the International Colloquium on Apocalypticism, Uppsala,
August 12-17, 1979. Ritstj. D. Hellholm; Ttibingen: Mohr (Siebeck), 1989
(2. útg.). Að mati W. Meeks auðkennist „apókalýptísk heimsmynd” af
þremur andstæðum: 1. Hinni kosmísku (himinn — jörð); 2. Hinni tímanlegu
(þessi og hin komandi öld); og 3. Hinni félagslegu (a. synir ljóssins og
myrkursins; b. hinir (ó)réttlótu; c. hinir útvöldu og þeir sem eru af þessum
heimi; sjó „Social Functions of Apocalyptic Language in Pauline
Christianity,” í Apocalypticism in the Mediterranean World and the Near
East (ritstj. D. Hellholm; Tubingen, 1989), bls. 689). L. Keck bætir við
fjórðu andstæðunni, hinni þekkingarfræðilegu (guðleg og mannleg þekking;
opinberuð vitneskja fyrir hina útvöldu; sjó „Paul and Apocalyptic
Theology,” Int. 38 (1984), bls. 234-35).
56