Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 59
Lestur og ritskýring 1. Korintubréfs 8
risu og mikilvægi líkamans til mats á siðferðilegri breytni.* * 3 Samhliða
þessum áherslumun hafa fræðimenn einnig deilt um „bakgrunn” hug-
mynda Páls um spekina í 1. Korintubréfi.4 Hér nefni ég aðeins að skoðun
þeirri vex sífellt fylgi er bendir á, samhliða ofangreindri minnihlutatilgátu,
að lýsingar Páls á hinum „vitru” mimii mn margt á mnfjöllun Stómnanna
og hellenískra Gyðinga mn frelsi og visku hins vitra manns.5 Viðhorf hinna
„vitru” má með réttu nefna „hellenísk-gyðinglegt” er mótast hefur af grískri
heimspeki og alþýðutrú. Páll endurtúlkar þessa spekihefð með því að
flétta inn í hana tiltekin Lúkasarafbrigði píslarsögunnar.6 Gagnrýni Páls
beinist að túlkim Korintumanna á spekinni og ýmsum afleiðingum slíkrar
túlkunar fyrir mannfræði þeirra.7
En deilur fræðimanna lúta ekki einvörðungu að hugsanlegum uppruna
hugmynda Páls heldur einnig að því hvemig skilja beri ýmis þau orð og
^ í 1. Kor 6.12-20 og 15 má greina þá skoðun að líkaminn er óháður
siðferðilegu mati þar sem hann eyðist. Sjá R. A. Horsley, „How can some of
you say that there is no resurrection of the dead? Spiritual Elitism in
Corinth,” NovT 20 (1978), bls. 206; B. A. Pearson, „Hellenistic-Jewish
Wisdom Speculation and Paul,” í Aspects of Wisdom in Judaism and Early
Christianity (ed. R. L. Wilken; Notre Dame: University of Notre Ðame
Press, 1975), bls. 52-54, 64; og M. Winter, Pneumatiker und Psychiker in
Korinth: Zum religionsgeschichtlichen Hintergrund von 1. Kor. 2,6-3,4 (MTS
12; Marburg: N. G. Elwert, 1975), bls. 220, 222.
^ Um ólíkar skoðanir fræðimanna um þetta efni, sjá ibid, bls. 3-56. Winter
fjallar fyrst um hugsanleg heiðin áhrif (bls. 3-10), þá gnóstísk (bls. 21-42),
þá áhrif gyðinglegrar túlkunar á Gt (bls. 42-51), og loks hellenísk.-gyðingleg
áhrif (bls. 51-56).
® Sjá F. S. Jones, J?reiheity’ in den Briefen des Apostels Paulus. Eine
historische, exegetische und religionsgeschichtliche Studie (GTA 34. Götting-
en: Vandenhoeck & Ruprecht, 1987), og S. Vollenweider, Freiheit als neue
Schöpfung. Eine Untersuchung zur Eleutheria bei Paulus und in seiner
Umwelt (FRLANT 147. Göttingen: Vandenhoeck & Ruprecht, 1989), bls. 23-
104.
6 Sjá Post 3.17-18; 13.26-33; og Lk 23.13-47.
H
Sjá B. A. Pearson, The Pneumatikos-Psychikos Terminology in 1 Corin-
thians. Missoula, Montana, 1973; R. A Horsley, „How can some of you say
that there is no Resurrection of the Dead?' Spiritual Elitism in Corinth,”
NovT 20.3 (1978), bls. 203-31; U. Wilckens, „Zu 1 Kor. 2,1-16,” í Theologia
Crucis-Signum Crucis. Festschrift fiir Erich Dinkler zum 70. Geburtstag.
Ritstj. C. Andresen og G. Klein (Tiibingen, 1979), bls. 501-37; cf. 508-510;
G. Sellin, „Das 'Geheimnis' der Weisheit und das Rátsel der 'Christus-
partei' (zu 1 Kor 1-4),” ZNW 73 (1982), bls. 69-96; cf. 84-85; G. Theissen,
Psychological aspects of Pauline Theology (Philadelpliia: Fortress Press,
1987), bls. 353-67; og F. Lang, Die Briefe an die Korinther (NTD 7;
Göttingen, 1986), bls. 40-44. Sjá einnig R. M. Grant, „Hellenistic Elements
in I Corinthians,” í Early Christian Origins. Studies in honor of Harold R.
Willoughby (ritstj. Allen Wikgren; Chicago: Quadrangle Books, 1961), bls.
60-66. Notkun nn'n á samanburðarefni frá Fílon og grískum alþýðu-
heimspekingum hér að neðan sýnir að ég er sammála skoðun minnihlutans.
57