Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Qupperneq 60
Clarence Edvin Glad
hugtök er koma fyrir í 1. Korintubréfi 1-3. Þetta á sér í lagi við um
merkingu orðanna TrveuuaTiKÖs [áv0pcoTTOs] („andlegur maður”), ^uxikös
[áv0pcoTios] („maður án anda”* * 8) og oapKtKÓs (-vos) („holdlegur maður”),
en Páll notar andstæðurnar TTVEupaTiKÓs — yuxiKÓs í 2.13-15,
TTVEupaTiKÓs — oapKtKÓs í 3.1-3 (ásamt téXeioi — viíttioi [„hinir full-
komnu” — „ungaböm”] og (ópcöpa — yóÁa [„fost fæða” — „mjólk”] í 2.6 og
3.1). En þrátt fyrir tvíræðni þessara orða er þó ljóst að Páll notar ofan-
greindar andstæður í gagnrýni sinni á Korintumenn og gerir hér
greinarmun á ólíkum trúar- og siðferðisþroska einstaklinga innan hins
kristna samfélags.9 Að mati Páls eru hinir „vitru” í Korintu ekki
„fullkomnir,” heldur vanþroska.10 Best er því að greina tiltekna þróun í
röksemdafærslu Páls í köflum 2-3, allt frá því að hann samþykkir
hugmyndir hinna vitm um sérstaka opinberun „meðal hinna fullkomnu”
(2.6) og þar til að hann skilgreinir, með aðstoð „hjálpræðis Krists” og
„guðfræði krossins,” hvemig — í ljósi rangtúlkunar Korintmnanna (séð frá
sjónarhóh Páls) — skilja beri „orð,” „þekkingu” og „visku Guðs.”
Grunnstefið í fyrstu köflum 1. Korintubréfs er því ekki mismunur
mannlegrar og guðlegrar visku, heldur skilgreining á guðlegri visku í ljósi
mannlegrar mistúlkTmar. Ennfremur, hvaða mannleg hegðan og breytni
em dæmi um guðlega visku? Innan þessara steQa og í ádeilu Páls á hina
® Þessi þýðing tekur mið af þeirri staðreynd að orð þetta er yfirleitt notað í
andstæðri merkingu við TrveupaTiKÓs. Sjá 1. Kor 2.14; 15.44, 46; Jak 3.15; Jd
19.
9 Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um það hvort oi TTVEuuaTiKoí (2.13, 15; 3.1;
9.11; 10.3,4; 12.1; 14.1,37; 15.44,46) vísi til þeirra er þegið hafa „helgan
anda” eða hinna þroskuðu, eða hvort yuxiKoí vísi til þeirra sem eru utan
safnaðarins eða vanþroska einstaklinga safnaðarins. Þá deila menn um það
hvort opinberun Guðs í 1. Kor 2.6-16 vísi til sérstakrar þekkingar hinna
innvígðu eða til hjálpræðis Krists. Það er erfitt að skilja staðhæfinguna í
2.6 — „speki tölum vér meðal hinna fullkomnu” — ef oocpía vísar til hjálp-
ræðis Krists. Þó svo að Páll hugsanlega noti andstæðuna irvEuuaTiKÓ5 —
yuxiKÓs í 2.13-15 til aðgreiningar á hinum kristnu og öðrum, þá er vísað til
mismunandi þroska í 3.1-3 og TrvEupaTiKoí er þar ekki notað um alla kristna
menn. Þar sem við getum ekki sannreynt hverja Páll vísar til er eðlilegt að
álykta að hann höfði ekki til afmarkaðra „félagslegra hópa,” heldur til
siðferðis- og triíarlegs þroska ólíkra manngerða. Þá má ekki gleyma því að
þó svo að í bréfum Páls megi greina þróun er leiddi til skarpra skila milli
þeirra er tilheyrðu samfélagi kristinna og þeirra er stóðu fýrir utan það,
var félagslegur hreyfanleiki mikill og skilin ekki skörp. Orðnotkun Páls er
„dýnamísk” og notast við andstæður til að lýsa æskilegu og óæskilegu
ástandi eða hegðan.
Sjá N. Hugedé, La Métaphore du Miroir dans les Epitres de Saint Paul aux
Corinthiens (Neuchatel: Delachaux et Niestlé S.A., 1958), bls. 177-84; K.
Maly, Míindige Gemeinde: Untersuchungen zur pastoralen Fuhrung des
Apostels Paulus im Korintherbrief (Stuttgart: Katholisches Bibelwerk,
1967), bls. 59.