Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 63
Lestur og ritskýring 1. Korintubréfs 8
komist til manns án aðstoðar Páls.16 Þeir töldu sig „eiga allt” (3.21b-22)
og hafa nú þegar (f|5r|, 4.8) náð siðferðilegri og andlegri fiillkomnun; þeir
eru mettir og auðugir, og ríktu sem væru þeir kommgar. Vegna insæis síns
töldu þeir sig fullkomna, vitra, sterka og stórættaða; aðrir voru börn,
veikgeðja, ógöfugir og fyrirlitnir (1.26-28; 4.8, 10). Hinir vitru álitu sig
fullkomna eða „andlega menn” eins og það var kallað og því réttmæta
leiðtoga safnaðarins; Páll líkir þeim aftur á móti við ómálga böm sem þurfi
leiðsagnar við (3.1-3, 18; 4.8-10).
1. Kor 2.15-16 segir að hinn andlegi maður geti dæmt um alla hluti,
„en um hann sjálfan verður ekki dæmt af neinum.” Þeir sem hafa af
innsæi lært leyndardóma Guðs þarfnast ekki mannlegs leiðtoga.17 Páll
gefur hér í skyn að hinn þroskaði maður geti dæmt um „alla hluti,” þar
með talið eigið ástand og þeirra sem em vanþroska. Hinir vanþroskuðu
geta aftur á móti ekki metið þá sem em lengra á veg komnir. Fílon hjálpar
okkur að skilja þennan þankagang betur, en umræða hans um framgang
og þroska í visku er að mörgu leyti sambærileg umijöllun Páls. Fílon
flokkar ólíkar persónur í ljósi þroska þeirra og talar um hinn vitra og
fullkomna mann í andstöðu við þann sem er að komast til þroska. Hinn
vitri maður hefur ekki þörf fyrir frekari leiðsögn — hann er í beinu
sambandi við hinn andlega heim. Guð er kennari og leiðtogi hinna vitrn —
þeir, aftur á móti, em kennarar hinna sem skemmra em á veg komnir.18
Hinn sjálfmenntaði er því, útskýrir Fílon, í eðli sínu bæði nemandi og
kennari.19 Hinn fullkomni maður hefur því rétt til að vera opinskár í
gagnrýni sinni á aðra.20
1 e
Sjá 4.8, „án vor eruð þér orðnir konungar.” J. T. Fitzgerald hefur sýnt fram
á mikilvægi 4.9-13 og sambærilegra (TrepíaTaoi;) texta í umræðum um stöðu
og hlutverk hins vitra manns. Sjá Cracks in an Earthen Vessel. An
Examination of the Catalogues of Hardships in the Corinthian
Correspondence. Atlanta: Scholars Press, 1988. Páll notar slíka texta í 2.
Kor 4.8-9; 6.3-10; 11.23-29 og 12.10.
^ Maximos frá Tyros, Orðræða 10.5 (118,12; 119, 8-10 Hobein).
1 ft
Fílon, Hver er arfþegi guðlegra hluta? (Heres) 5.19; Um drauma (Som.) 2.10.
Sjá einnig Klemens, Leiðbeinandinn (Paed.) 94.1 (GCS 145,26-30 Stáhlin-
Treu).
Fílon, Um byrjunarndmsefni (Cong.) 36; Um Abraham (Abr.) 52.
Hér notar Fílon orðið tTappnoía en orð þetta var upprunalega notað um
málfrelsi hins frjálsa manns í hinu gríska borgríki, en varð síðar notað um
rétt vinar til að gagnrýna vini sína opinskátt. Fílon, Sérhver góður maður
er frjdls (Prob.) 95-96, 99, 126; Ferðir Abrahams (Mig.) 70-85, 168-170; Hver
er arfþegi guðlegra hluta? (Heres) 14-21; Um drauma (Som.) 1.102-114; Um
afkomendur Kains (Post.) 132; Allegórísk útlegging (LA) 3.159). Sjá E.
Peterson, „Zur Bedeutungsgeschichte von fTappri oiaf í Reinhold-Seeberg
Festschrift (Leipzig, 1929), bls. 285-86; G. Scarpat, Parrhesia. Storia del
termine e delle sue traduzioni in latino. Brescia, 1964. Þá var orðið einnig
61