Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 64
Clarence Edvin Glad
Þeir er notið hafa leiðsagnar andans eða eru sjálfmenntaðir, þarfhast
því ekki leiðsagnar annarra. Hinir sjálfmenntuðu eru í valdaaðstöðu og eru
ekki í þörf fyrir áminningu, hvatningu eða leiðsögn.21 Hinn sjálfmenntaði
hefur með innsæi sínu lært hluti sem aðrir geta ekki lært; hann skilur án
aðstoðar annarra leyndardóma Guðs. Tilvitnunin í Jesaja 40.13 í 1. Kor
2.16a — „hver hefur þekkt huga Drottins, að hann geti frætt hann?” — og
staðhæfing Páls: „En vér höfum huga Krists”, (2.16b) er vísbending um
það að málið snýr bæði að innsæi í „andlega hluti” og hlutverki hinna
þroskuðu sem „matsmenn” og leiðtogar annarra. Þessar óbeinu vís-
bendingar gefa til kynna að hinir „vitru” töldu sig vera réttmæta leiðtoga
annarra þar sem þeir höfðu guðlegt innsæi inn í gang mála. Síðar í bréfinu
segist Páll vera handan mannlegs dómþings (4.3) — í það minnsta þeirra
er vilja rannsaka sig! — og hafa „anda Guðs” (7.40), og geti því gefið öðrum
ráð. Hann á því að teljast til „hinna andlegu” er Guð einn dæmir. A
svipaðan hátt og í Rómveijabréfinu 14.13a („Dæmrnn því ekki framar hver
axman”) segir Páll: „Dæmið því ekki fyrir tímann, áður en Drottinn kemur”
(1. Kor 4.5). Páll notar stefið um hinn komandi dóm Guðs til áréttingar á
nauðsyn sjálfsmats — mjög í anda gyðinglegrar viskuhefðar22 — en ekki til
að útiloka samfélagslegt mat manna.23
notað um áraeðni þræls til að bera fram bón sína við yflrmann sinn. Sjá
Fílon, Hver er erfinginn? (Heres) 5-7. Þessi merking orðsins varð mikilvæg
meðal höfunda frumkristni er fjölluðu um óttalausa afstöðu manna til guðs
síns (2. Kor 3.12-18; Heb 4.16; 10.19; 1. Klem 34.5; 35.2; 2. Klem 15.3. Sjá
H. Jaeger, „Parrhesia et fiducia. Etude spirituelle des mots,” Studia
Patristica I, 1 (1957), bls. 221-39; G. J. M. Bartelink, „Quelques observa-
tions sur parrésia dans la littérature paléo-cretienne,” Graecitas et
Latinitas Christianorum Primaeva (1970), bls. 5-57.
21 Seneka, Bréf 95.36; 71.19-20; Klemens, Leiðbeinandinn (Paed.) 94.1 (GCS
145,30-32 Stáhlin-Treu).
22 Orðsk. 1.7, „Ótti Drottins er upphaf þekkingar, visku og aga fyrirlíta
afglapar einir.” Sbr. Orðsk 9.10; 15.33; Sálm 111.10; og Jobsbók 28.28.
23 Ein besta umfjöllun um yfirlýsingar Páls um ólíkan dóm Guðs yfir ólíkum
einstaklingum, er D. W. Kuck, Judgment and Community Conflict. Paul's
Use of Apocalyptic Judgment Language in 1 Corinthians 3:5-4:5. Leiden: E.
J. Brill, 1992. Kuck útfærir mikilvægi stefsins um hinn komandi dóm Guðs í
hugsun Páls í 1. Kor, ekki ósvipað og Meeks hefur gert með Róm 14.1-15.13
(I „Judgment and the Brother: Romans 14:1-15:13,” í Tradition and
Interpretation in the New Testament. Essays in Honor of E. Earle Ellis.
Ritstj. G. F. Hawthom, ásamt Otto Betz (Túbingen: J. C. B. Mohr (Paul
Siebeck), 1987, bls. 290-300). Ég hef gagnrýnt þær víðtæku ályktanir sem
dregnar eru af notkun þessa stefs hjá Páli. Tilvísun til komandi dóms Guðs
útilokar ekki áframhaldandi mat manna hver á öðrum, eins og bæði Meeks
og Kuck hafa tilhneigingu til að álykta. Spenna er því milli hins félagslega
veruleika þar sem aðilar samfélagsins leggja mat á og dæma hverjir um aðra
og væntingar þeirra um komandi dóm Guðs. Ég hef fært rök fyrir því að
gagnrýni Páls í 1. Kor 2.6-4.21 sé sambærileg gagnrýni hans í Róm 14.1-
62