Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 65
Lestur og ritskýring 1. Korintubréfs 8
Páll gagnrýnir því þá er telja sig „vitra” og „fullkomna,” og eru
sannfærðir um eigið ágæti.24 Speki að mati hinna „vitru” lýtur mannlegum
lögmálum (1.26; 2.5), tengist (mennttm í) mælskulist (1.17, 20; 2.1, 4, 13),
ásamt góðri þjóðfélagslegri stöðu (1.26). Þessari tegund speki sækjast
Grikkir eftir (1.22); hún lítur á orð krossins sem heimsku (1.18-19 og 23)
og þekkir því ekki Guð (1.21), en heyrir undir höfðingja þessarar aldar
(2.6). Slík speki stærir sig af mönnum (3.21) og gjöfum andans (12-14) og
leiðir til hroka og stærilætis, ásamt sjálfsblekkingu um eigin stöðu.25 Og,
það sem verra er, dramb hinna vitru er öðrum til niðrunar (4.6). Hinir vitru
töldu sig hafa innsæi í guðlega skipan mála;26 þeir voru því réttmætir
leiðtogar safnaðarins og gagnrýndu aðferðir og framsetningu Páls;
einarðleiki og festa í leiðbeiningu var rómuð (2.2-5; 4.6). Þeir töldu sig
auðuga af mælsku og þekkingu og státuðu sig af því.27 Gegn „visku”
þessarar aldar og speki hinna sjálfumglöðu og „vitru,” setiu- Páll fram
annars konar visku sem er ólík hinni fyrri að eðli og uppruna (1.21, 24, 25,
30; 2.6, 7), visku er leggur áherslu á takmörk mannlegrar þekkingar, visku
er stærir sig ekki af eigin ágæti heldur lagar sig að og aumkar sig yfir þá er
minna mega sín. Ofmat á eigin verðleikum getur snúist öndvert gegn
viðkomandi og orðið honum að falh. Menn lifa í sjálfsblekkingu þegar þeir
telja sig hafa náð takmarki sínu.
15.14 (og Gal 6.1-3), þ.e.a.s. hún beinist að hrokafullu viðhorfi
leiðbeinenda. Páll leggur áherslu á mikilvægi sjálfsmats og að forðast beri
sjálfsblekkingu vegna tiltekinnar sérstöðu. Með tilvísun til dóms Guðs er
Páll því ekki að reyna að breyta þeim félagslega raunveruleika frumkristni
að leggja mat á hugsun og gerðir annarra innan safnaðarins. Um þennan
félagslega raunveruleika, sjá W. Doskocil, Das Bann in der Urkirche, eine
rechtsgeschichtliche Untersuchung (MTS 3.11; 1958); G. Forkman, The
Limits of the Religious Community: Expulsion from the Religious
Community within the Qumran Sect, within Rabbinic Judaism, and within
Primitive Christianity (Coniectanea Biblica, NT Series 5; Lund: Gleerup,
1972); og C. Glad, Adaptability in Epicurean and Early Christian
Psychagogy: Paul and Philodemus (Ann Arbor, MI: UMI, 1993), bls. 388-
403.
locpoí, 1. Kor 1.18-3.4; 3.18-23. Slík sjálfsblekking - að telja sig vitran - var
gagnrýnd allt frá því fyrir daga Sókratesar. Sjá G. S. Kirk og J. E. Raven,
The Presocratic Philosophers (Cambridge University Press, 1981), bls. 204-
205 og Platon, Spekingurinn 229C-230E; Lögin 731E-732B; 863C.
1. Kor 3.18 (ÉauTÓv É^aTTaTÖv); 8.2; 10.12; 11.16; og 14.37.
Páli er því í mun að skýra „leyndardóm Guðs.” Sjá 1. Kor 2.1, 7; 4.1; 13.2;
14.2; 15.51.
4,1 Slíkt sjálfshól var gagnrýnt af samtíðar siðunarmönnum. Sjá Um sjálfshól
(De laude ipsius) og Um öfundlausa sjálfhælni (De se ipsum citra invidiam
laudando\ Mor. 539A-547D) eftir Plútarkos.
63