Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 66
Clarence Edvin Glad
Þrátt fyrir gagrLrýni sína hælir Páll samt Korintumönnum fyrir að vera
auðgaðir af „mælsku og þekkingu.”28 Hól Páls lýsir bæði sjálfsmati
Korintmnarma og leggur grunninn að gagnrýni Páls í 1. Korintubréfi 1.18-
3.23. Að spyrða saman þekkingu og mælsku með þessum hætti er afbrigði
hefðar sem er rík í skrifum Cicero, en rekja má hana aftur til daga
ísókratesar. Áhersla er lögð á samspil heimspeki og mælskulistar. Hinn
sanni mælskumaður á einnig að skara fram úr í þekkingu og siðferðilegri
hegðan.29 Til þess að geta með réttu kallast „vitur” þarf að eiga sér stað
ákveðin samþætting mælsku, þekkingar, og breytni. Orð fyrir breytni eða
„verk,” sem er algengt í formálum (exordium) grískra bréfa, er ekki í
formála 1. Korintubréfs (1.4-9). Slíkt orð kemur þó fyrir í eftirmálanum
(peroratio; 15.58) og í umræðunni um hin ólíku mál safnaðarins í köflum 5-
15.30 Páll er ekki ósammála eftirsókn Korintumanna eftir mælsku og
þekkingu; það sem á vantar er rétt samþætting þessara atriða við hinn
verklega þátt. Korintumenn eru vanþroska hvað snertir samfélagslega
breytni, ekki í „mælsku og þekkingu.” En dómm- Guðs tekur einnig mið af
samfélagslegri „breytni” (eða verkum, tö épyov).31 Markmiðið er að ná
jafnvægi milli orðræðu, þekkingar og verka. Slíkt er merki um guðlega
visku. Ef Korintmnenn ná ekki slíku jafnvægi glata þeir tilkalli sínu til
auðgi í „orðræðu” og „þekkingu,” og til að teljast réttmætir leiðbeinendm
annarra. Markmið Páls er að hafa áhrif á breytni Korintumanna til betri
vegar vegna sundmþykkju er ríkti meðal þeirra.32 Þessi áhersla Páls á
1. Kor 1.5, Áóyos kcú yvcöois. Að stofni til styðst ég við tilgátu Betz í
þremur næstu málsgreinum, með tilteknum áherslubreytingum þó. Sjá H.
D. Betz, „The Problem of Rhetoric and Theology according to the Apostle
Paul,” í L' Apötre Paul. Personnalité, Style et Conception du Ministére
(ritstj. A. Vanhoye; BETL 73; Leuven University Press, 1986), bls. 26-34.
29 Cicero, De or. 3.22.82. Sjá Betz, ibid, bls. 32-34.
30 'Epyov. Sjá 5.2; 6.1; 9.1, 6, 13, 17; og 15.10. Sjá einnig 3.13-15; 4.12; 16.10,
16. Um ólíkar tegundir grískra bréfa og uppbyggingu þeirra, sjá A. J.
Malherbe, Ancient Epistolary Theorists. SBLSBS 19; Atlanta: Scholars
Press, 1988; S. K. Stowers, Letter Writing in Greco-Roman Antiquity. LEC
5; Philadelphia: The Westminster Press, 1986; K. Thraede, Grundziige
griechisch-römischer Brieftopic. Munich: C. H. Beck, 1970; og H.
Koskenniemi, Studien zur Idee und Phraeseologie des griecheschen Briefes
bis 400 n. Chr. AASF, ser. B, vol. 102.2; Helsinki: Suomalaisen
Kiijallisuuden Keijapaino, 1956.
31- í 1. Kor 3.16-17 („vitið þér eigi að þér eruð musteri Guðs . . . ”) vísar Páll
til vitneskju („þekkingar”) er Korintumenn höfðu gleyrnt: Félagsleg breytni
er mikilvæg sem mælikvarði siðferðis- og trúarlegs þroska. Sjá gagnrýni Páls
í 6.12-20.
3^ Um nákvæma greiningu á byggingu 1. Korintubréfs, út frá sjónarhóli
grískrar mælskulistar, sjá Margaret M. Mitchell, Paul and the Rhetoric of
Reconciliation. Ex Exegetical Investigation of the Language and Com-
position of 1 Corinthians. Louisville, Kentucky: Westminster/John Know