Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 67
Lestur og ritskýring 1. Korintubréfs 8
„rétta breytni” sýnir að hann lagar sig að hefðbundinni áherslu siðferði-
legrar og andlegrar leiðsagnar meðal Grikkja og Rómverja, er hafði að
markmiði sínu bæði að efla skilning og þekkingu manna og hafa áhrif á
breytni þeirra og efla mannkosti þeirra.33
Sjálfsblekking hinna „vitru” laut bæði að mati þeirra á eigin stöðu og
mælikvarða þeirra á „fullkomnun.” Dramb þeirra birtist í því að þeir
reiddu sig alfarið á eigin mátt og megin, og misskilningur þeirra á visku
Guðs og vanþroski birtist í metingi og þráttan (3.3-17). Að þessu leyti til er
annars vegar misræmi milli staðhæfinga þeirra um að vera „andans menn”
„fullkomnir” og „vitrir” og hins vegar hins félagslega veruleika þeirra. I
fyrstu köflum bréfsins skilgreinir Páll því hugtökin „speki” (ao<pía),
„þekking” (yvöbais), og „orðræða” (Xóyos). Páll leggur áherslu á að mælska
og þekking Korintiunanna byggist ekki á náttúrulegum hæfileikmn heldur
er hún gjöf Guðs (1.26-29). Þá leggur hann áherslu á að „orðræðu” beri
ekki að skilja sem tiltekna færni (þ.e. mælsku) eða hæfileika til að
saxmfæra menn, heldur beri að leggja áherslu á inntak orðræðunnar (1.18-
31). í augum Páls er Xóyos fyrst og fremst „orð krossins” (ó Áóyos tou
CTaupou), þ.e.a.s hin kristna „predikun” (Kijpuypa; 1.21), en inntak
hennar er: „Kristm- krossfestxn'” (XpioTÓs ÉaTaupcopÉvos; 1.23). Inntak
orðræðunnar lýtur að ákveðnu þekkingaratriði er sýnir tiltekna visku.
Vegna ólíkra viðbragða við þessari orðræðu (sbr. 1.18), og í ljósi uppruna
hennar, ber að gera greinarmun á „visku Guðs” annars vegar og „visku
heimsins” hins vegar (r) aocpía tou KÓopou - p aocpía tou Geou; 1.2, 20, 24,
30).
Press, 1993. Mitchell færir saunfærandi rök fyrir því að 1. Korintubréf sé
byggt upp eins og ráðgjafarræða: 1. 1.1-3: Aðfararorð. 2. 1.4-9: Formáli
(TTpooípiov. 3. 1.10-15.58: Efni bréfsins sett fram í röksemdafærslu ráð-
gjafarræðunnar: a) 1.10: Útgangspunktur röksemdafærslunnar (TrpóOeois):
Akall um samheldni og að bundinn sé endir á flokkadrætti; b) 1.11-17:
Staðreyndir málsins (Snjyriois): Lýsing á ástandinu í Korintu; c) 1.18-15.57:
„Sannanir” (ttíoteis): Ráðleggingar Páls um eindrægni: (1) 1.18-4.21,
áminning vegna flokkadrátta; (2) 5.1-11.1, samheldni safnaðarins í heiðnu
samfélagi; (3) 11.2-14.40, flokkadrættir á „samkomum” Korintumanna; (4)
15.1-57, eining í hefðinni; upprisan og lokamarkmiðið; d) 15.58: Eftirmáli
(ÉtTÍÁoyos). 4. 16.1-24: Lokaorð.
09
Allt frá dögum Platons deildu heimspekingar um það hvort kenna mætti
dygð eða „rétta” breytni. Þetta stef er uppistaðan í ritinu Menon eftir
Platon. A fyrstu öldum kristni skrifuðu menn eins og Plútarkos um efnið
(Sjá Má kenna dygð? Mor. 439A-440C). Því eru gerð ítarleg skil í ritinu
Leiðbeinandinn (Paed.) eftir Klemens í AJexandríu. Þriðja bók þessa rits
fjallar um „rétta” breytni hins kristna manns og gefur okkur góða innsýn
inn í daglegt líf í Alexandríu um aldamótin 200 e.Kr. Sjá einnig rit
Klemens, Samtíningur (Strom.) 6.91.2 (52, 477, 23-26 Stáhlin-Fruchtel-
Treu).
65