Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 68
Clarence Edvin Glad
Páll leggur áherslu á að orðræða hans og predikun hafi ekki stuðst við
„sannfærandi vísdómsorð” (év ttei0oT[s] 009(05 [Áóyois]) heldm- „sönnun
anda og kraftar” (év cxttoSeí^ei TTVEÚpaTos xai SuvópEcos)-34 Hér, að hætti
mælskulistarfræðinga, gerir Páll greinarmun á mælskulist er sannfærir
með rökum annars vegar og „vís-bendingum” hins vegar, þ.e.a.s á
myndrænan hátt eða með hnitmiðuðum spakmælmn (yvcópri).35 Þegar
talað er mn opinberaða visku sem ekki er hægt að kenna eða læra eins og
fæmi í mælskulist (2.7-13) og aðeins verður sögð fram leynilega í hópi
innvígðra (2.6-7, Ko^íav Sé XaXoúpcv év toTs teAeíois . . . XaXoöpEV . . . év
puoTripícp . . . ; sjá 2.10, 15, TTVEupaTiKoí), má ljóst vera að sönnun með
rökum á ekki við. Orðræða sem tekur mið af „myndrænmn” málflutningi og
öðrum táknum — eins og til dæmis „opinberun Guðs” og „Kristur
krossfestur” — á því fremur við hér en sú er styðst við „sannfærandi
vísdómsorð.”36
Samkvæmt PostTilasögunni kom Páll til Korintu frá Aþenu. Hann bjó
fyrst í stað hjá Akvílasi og Priskillu konu hans og stundaði sína iðn með
þeim, en þau voru öll tjaldgjörðarmenn. Á hverjum hvíldardegi reyndi hann
að koma málstað sínum á framfæri í samkomuhúsi Gyðinga. Eftir harðar
deilur við Gyðinga er andmæltu boðun Páls þess efnis að Jesús væri
Kristur, flutti Páll sig um set og kenndi í húsi Títusar Jústusar við hhð
samkomTihússins. Eftir eins og hálfs árs dvöl í Korintu hélt Páll áleiðis til
Jerúsalem, með viðdvöl í Kankreu, Efesus og Sesareu. Þá hélt hann til
Antíokkíu og þaðan til Efesus um Galataland og Frýgíu. Líkt og í Korintu
sótti Páll fyrst samkomuhús Gyðinga, en kom sér síðan upp aðstöðu til
kennslu í „skóla Týrannusar.” Þar kenndi Páll í tvö ár og skrifaði þá meðal
annars 1. Korintubréf sem er því mikilvæg heimild um átök innan
„spekiskóla” Páls á árunum 49-53 e.Kr.37 Með hliðsjón af 1. Korintubréfi
34 1. Kor 2.4. Páll notar hér tækniorð mælskulistarmanna, þ.e. óttóSei^is. Sjá
Heinrich Lausberg, Handbuch der literarischen Rhetorik, vol. 1 (Munich:
Hueber, 1973 (2)), ## 356, 372, 433; Josef Martin, Antike Rhetorik (Munich:
Beck, 1974), bls. 102, 149, 156; J. Weiss, Der erste Korintherbrief
(Göttingen: Vandenhoeck & Ruprecht, 1910), bls. 109; H. Conzelmann, 1
Corinthians (Philadelphia: Fortress Press, 1975), bls. 55 (nmgr. 26); og
Betz, „Rhetoric and Theology,” L ' Apötre Paul (Leuven University Press,
1986), bls. 37.
35 Sjá Seneka, Bréf 94-95. Sjá bls. 85-88 og 93-94 hér að aftan.
36 Um „Kristur krossfestur” sem táknmynd, sjá Gal 3.1, „Þér óskynsömu
Galatar! Hver hefur töfrað yður? Þér hafið þó fengið skýra mynd af Jesú
Kristi á krossinum, málaða fýrir augum yðar.”
37 Post. 18-19. Ég tek hér mið af tilgátu H. Conzelmanns í „Paulus und die
Weisheit,” í Theologie als Schriftauslegung. Aufsatze zum Neuen Testament
(Munich, 1974), bls. 177-90.
66