Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 69
Lestur og ritskýring 1. Korintubréfs 8
er ljóst að „skólun í visku” var mikilvægt stef í „guðfræði” Páls á þessum
tíma.38
Ég hef dregið íram ýmis atriði í fyrstu köflrnn 1. Korintubréfs er varpað
gætu ljósi á sjálfskilning Korintumanna og gagnrýni Páls. Ljóst er að
þegar í upphafsköflum bréfsins má finna ýmsar vísbendingar rnn
kennslufræðilegar deilur Páls og hinna vitru. Hér að neðan mvmum við sjá
að hinir „vitru” reyndu að sannfæra hina veikgeðja með rökum fremur en
eintómum „vísbendingum” eða fordæmi (8.1-10). I gagnrýni sinni leggur
Páll aftur á móti áherslu á „myndræna” leiðsögn með notkun persónu-
sköpimar og gefur því hinmn vitru dæmi um aðra betri aðferð. En áður en
við htmn nánar á gagnrýni Páls á kennsluhætti hinna vitru, skulum við
snúa okkur að 1. Korintubréfi 8 og mikilvægi 1. Korintubréfs 9.19-23 til
túlkunar á markmiði Páls.
1. Korintubréf 8 og mikilvægi 1. Korintubréfs 9.19-23
Áður en lengra er haldið er ekki úr vegi að við lesum 8. kaflann í heild
sinni:
1) Þá er að minnast á kjötið, sem fómað hefur verið skurðgoðum.
Vér vitum, að þekking höfum vér allir. Þekkingin blæs menn
upp, en kærleikurinn byggir upp.
2) Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhveiju, þá þekkir
hann enn ekki eins og þekkja ber.
3) En ef einhver elskar Guð, þá er hann þekktur af honum.
4) En hvað varðar neyslu kjöts, sem fómað hefur verið skurðgoðmn,
þá vitmn vér, að skurðgoð er ekkert í heiminum og að enginn er
Guð nema einn.
® Það hafa verið færð rök fyrir því að Speki Salómons og Síraksbók hafi verið
lesin í skóla Páls, en Sitz im Leben þessara rita voru (hugsanlega)
gyðinglegir „visku-skólar," er voru í Palestínu og víðar. Sjá H. Stadelmann,
Ben Sira als Schriftgelehrter. Eine Untersuchung zum Berufsbild des vor-
makkabáischen Sofer unter Beriicksichtigung seines Verháltnisses zu
Priester-, Propheten-, und Weisheitslehrertum (WUNT 2/6; Tubiugen, 1980),
bls. 27-30; M. Hengel, Judaism and Hellenism: Studies in their Encounter
in Palestine during the Early Hellenistic Period (London/Philadelphia,
1974), bls. 1:78-83, 169-75, 207-10, 247-54. Sjá einnig A. Lemaire, „Sagesee
et Écoles,” VT 34 (1984), bls. 270-81, og J. L. Crenshaw, „Education in
Ancient Israel," JBL 104.4 (1985), bls. 601-15. Þó svo að Páll nýti sér
ákveðin minni úr skólaspeki gyðinglegrar viskuhefðar og að „skóli” Páls sé
að þessu leyti sambærilegur öðrum gyðinglegum „spekiskólum,” þá má sjá
sambærileg stef víðar, eins og t.a.m. í skólum Epikúringa í Aþenuborg,
Napólí og Herkulaneum. í riti sínu Um opinskáa gagnrýni gagnrýnir
Fílódemos frá Gadara þá er telja sig vitra og því réttmæta leiðbeinendur
annarra.
67
L