Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 70
Clarence Edvin Glad
5) Því að enda þótt til séu svo nefndir guðir, hvort heldur er á
himni eða á jörðu, — enda eru margir guðir og margir herrar — ,
6) þá höfum vér ekki nema einn Guð, föðurinn, sem allir hlutir eru
frá og líf vort stefnir til, og einn Drottin, Jesú Krist, sem allir
hlutir eru til orðnir fyrir og vér fyrir hann.
7) En ekki hafa allir þessa þekkingu. Af gömlmn vana eta nokkrir
kjötið allt til þessa sem fómarkjöt, og þá saurgast samviska
þeirra, sem er óstyrk.
8) En matur mun ekki gjöra oss þóknanlega Guði. Hvorki missum
vér neins, þótt vér etum það ekki, né ávinnmn vér neitt, þótt vér
etmn.
9) En gætið þess, að þetta frelsi yðar verði ekki hinmn óstyrku að
falli.
10) Því sjái einhver þig, sem hefur þekkingu á þessu, sitja til borðs í
goðahofi, mundi það ekki stæla samvisku þess, sem óstyrkur er,
til að neyta fómarkjöts?
11) Hinn óstyrki glatast þá vegna þekkingar þinnar, bróðirinn, sem
Kristur dó fyrir.
12) Þegar þér þannig syndgið gegn bræðmnmn og særið óstyrka
samvisku þeirra, þá synagið þér á móti Kristi.
13) Þess vegna mun ég, ef matur verður bróður mínum til falls, um
aldur og ævi ekki kjöts neyta, til þess að ég verði bróðm mínum
ekki til falls.
I köflum 8.1-11.1 Qallar Páll um neyslu á fórnarkjöti og skurð-
goðadýrkun.39 Páll hafnar þátttöku í skurðgoðadýrkun en heimilar neyslu
á fómarkjöti undir sérstökum kringumstæðum. Efnistök Páls sýna að
Það er viðtekin skoðun fræðimanna að endurtekning UEp'i 8É í 1. Kor 7.1,
25; 8.1; 12:1; 16.1 og 12, sýni að Páll svarar fyrirspum Korintumanna um
sambúð (7.1-24), um meyjarnar (7.25), um neyslu á fómarkjöti og skurð-
goðadýrkun (8.1-11.1), um gjafir andans og safnaðarskipan (12.1-14.40), um
samskotin til safnaðarins í Jerúsalem (16.1-11), og um ferðaáætlun Apóllós
(16.12). Fyrir utan beinar fyrirspurnir hafa Páli borist munnlegar fregnir
um ástandið í Korintuborg, annað hvort frá „heimilismönnum Klóe” (sjá
I. 11) eða frá Stefanasi, Fortúnatusi og Akkaíkusi (sjá 16.17). Páll tekst á
við atriði er lionurn bárust munnlega í 1. Kor 1.10-4.21; 5.1-8, 13b; og
II. 17-34. Sjá J. C. Hurd, Jr., The Origin of 1 Corinthians (New York:
Seabury Press, 1965), bls. 62, 74-93, 114-211. M. M. Mitchell hefur dregið
þessa viðteknu skoðun í efa og fært rök fyrir því, að þó svo að vísað sé til
bréfs Korintumanna til Páls í 7.1, er ekki sjálfgefið að uepi 5é vísi til
efnisatriða í þessu bréfi. Hið eina sem sagt verður með fullri vissu um
notkun þessa orðalags er, að þau efnisatriði sem TTepl 5é vísar til, þekkja
bæði Páll og Korintumenn vegna sameiginlegrar reynslu (sjá „Conceming
PERI DE in 1 Corinthians,” NovT 31.3 (1989), bls. 229-256). Um helstu
ágreiningsefni er lúta að tilurð og markmiði 1. Kor, sjá G. Sellin,
„Hauptprobleme des Ersten Korintherbriefes,” ANRW 25.4 (Berlin/New
York: Walter de Gruyter, 1987), bls. 2940-3044. Um röksemdafærslu Páls í 1.
Kor 8 og 10, sjá W. L. Willis, Idol Meat in Corinth. The Pauline Argument
in 1 Corinthians 8 and 10. SBLDS 68. Chico, CA Scholars, 1985.
68