Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Qupperneq 74
Clarence Edvin Glad
um að Páll hafi haft aðstöðu í húsnæði einhvers vemdara í Korintuborg
styðjist ekki við óyggjandi vísbendingar í textanum sjálfum, varpar hún
samt ljósi á röksemdafærslu Páls í kaflanum. Þetta á til dæmis við mn
sjálfslýsingu Páls annars vegar sem þræls og hins vegar sem fijálsborins
manns.46 Hér að neðan bendi ég eingöngu á mikilvægi þessarar tilgátu til
skýringar á því er Páll segir í 1. Kor 9.19-23.
Áhersla Páls á aðlögun í þessum texta minnir mjög á lýsingar á hinum
stimamjúka smjaðrara sem vill gera öllum til hæfis og aðlagar sig þeim,
sem hann smjaðrar fyrir. Áhersla Páls á aðlögun og vilji hans að þóknast
öllum er áhugaverð í ljósi þess, að hann hafði áður þurft að greina sig frá
fagurgölum og undirstrikað mikilvægi þess að þóknast Guði fremur en
mönnum.47 Fyrmefndur Peter Marshall þykir ólíklegt að Páll hafi lýst
sjálfum sér þannig og hefur fært rök fyrir því að 1. Kor 9.22a — „ég lief
verið öllum allt” — eigi upptök sín meðal hinna vitru í Korintu, er þeir hafi
notað sem hnjóðsyrði um breytni Páls. Skilja má vörn Páls í 1.
Korintubréfi 9 (sbr. 9.3, crnoÁoyía) í ljósi gagnrýni vemdara hans á
ósamræmi í hegðan. Páll hafði þegið gjöf frá vemdurum sínum í Fihppíborg
en hafnað sambærilegri gjöf frá vemdurunum í Korintu.48 í ljósi þeirra
kvaða er hvíldu á skjólstæðingum vemdara túlkuðu Korintmnenn höfmrn
Páls sem merki um fjandskap.49 í 1. Kor 9.22a („ég hef verið öllrnn allt")
E. G. Newing; Winona Lake, Indiana: Eisenbrauns, 1987), bls. 359-373. Sjá
einnig J. K. Chow, Patronage and Power. A Study of Social Networks in
Corinth. JSNTSS 75. Sheffield: Sheffield Academic Press, 1992. Sjá einnig
E. A: Judge, „Cultural Conformity and Innovation in Paul: Some Clues
from Contemporary Documents,” TynBul 35 (1984), bls. 12-17 og 23-24, og
G. Theissen, „Soziale Schichtung in der Korinthischen Gemeinde: Ein
Beitrag zur Soziologie des hellenistischen Urchristentums,” Zeitschrift fiir
die neutestamentliche Wissenschaft 65 (1974), bls. 232-72; og A. J. Malherbe,
Social Aspects of Early Christianity (Philadelphia: Fortress Press, 1983), bls.
45-47.
Sjá lýsingu Dio Chrysostomos á skjólstæðingum sem þræla þó þeir væru
frjálsir menn (Orðræða 15). Sjá einnig Hóras, Sat. 2.7.81-82, og nánar hár
að aftan.
4^ Sjá 1. Þess 2.2 og 5; Gal 1.10. Sjá P. Richardson, „Pauline Inconsistency: 1
Corinthians 9:19-23 and Galatians 2:11-14,” NTS 26 (1980), bls. 347-62.
4® Þegar Páll var í Korintu færðu Sílas og Tímóteus honum gjafir frá
söfnuðunum í Þessaloníku og Filippí (Sjá Fil. 4.15-16). Sjá P. Marshall,
Enmity at Corinth (J. C. B. Mohr, 1987), bls. 157-64, 173, 255-57.
4® A. R. Hand hefur sýnt fram á að hin almenna þjóðfélagslega vænting um
að gjöf krefjist endurgjalds náði út fyrir stofnun verndara og skjólstæðinga
þeirra. Þessi kvöð hvíldi einnig á einstaklingum í ólíkum vináttusam-
böndum. Sjá Charities and Social Aid in Greece and Rome (Ithaca, N.Y.:
Cornell University Press, 1968), bls. 26-48. Sjá einnig M. Mauss, The Gift
(Glencoe: Free Press, 1954), bls. 3, 51, 118, og P. Veyne, Bread and
Circuses: Historical Sociology and Political Pluralism (London: Allen Lane,
72