Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Qupperneq 75
Lestur og ritskýring 1. Korintubréfs 8
má sjá hnjóðsyrði vemdara Páls er þeir notuðu til að lýsa Páli sem
smjaðrara eða kamelljóni er samlagar sig öllum til að ná sínu fram. Hér
endurtúlkar Páll hnjóðsyrðið sér í hag.
Dale Martin hefur sýnt fram á mikilvægi slíkra sjálfslýsinga fyrir
leiðtoga fjöldans sem aðlagast eins og kamelljón margbreytileika mannlegs
lífs.50 Martin bendir réttilega á að í grísk-rómverskri umræðu um hinn
póhtíska leiðtoga megi greina tvö leiðsagnarlíkön: annars vegar er dæmi
mn hinn ástsæla leiðtoga fjöldans er lagar sig að aðstæðmn einstakhnga
af ólíkum stéttum, og hins vegar er dæmi um leiðtoga er stjómar í skjóh
félagslegrar sérstöðu — hinn föðurlegi yfirmaður sem hægt er að reiða sig
á. Þessi tvö leiðsagnarlíkön — þ.e. hinn pólitíski leiðtogi er náði hylli
fjöldans með því að gjöra sig að þræli lýðsins annars vegar, og hinn
góðviljaði faðir og kóngur hins vegar, vora að mati Martins andstæður í
hugum flestra á 1. öld e.Kr.51 í 1. Korintubréfi 9.19-23 notar Páll minnið
um þræl allra — þess er stígur niður í þjóðfélagsstiganmn — til eftirbreytni
fyrir leiðandi afl samfélagsins í Korintu.
Samanburðarefhi Martins hittir í mark, í það minnsta hvað snertir
fyrri hluta textaknippisins, en gerir þó ekki grein fyrir tilvitnun Páls til
hinna óstyrku.52 Tilgáta Martins krefst þess að „hinir veiku" vísi til
þjóðfélagslegrar stöðu. Af ástæðmn er ég mun tilgreina síðar tel ég slíkt
mjög ósennilegt. Þá er ég ósammála Martin um að þessi tvö leiðsagnar-
líkön hafi verið algjörar andstæður á 1. öld e.Kr., því finna má dæmi mn
hinn pólitíska leiðtoga þar sem spyrtir eru saman þættir úr þessrnn
tveimur leiðsagnarmunstrum, sér í lagi hjá Fíloni í Alexandríu. Sú hefð
leggur áherslu á mikilvægi aðlögunar bæði í ljósi margbreytileika mannlegs
the Penguin Press, 1990), bls. 78-80; ásamt Jon Elster, Political Psychology
(Cambridge: Cambridge University Press, 1993), bls. 35-69.
D. B. Martin, Slavery as Salvation. The Metaphor of Slavery in Pauline
Christianity. Yale University Press, 1990.
Dæmi um hinn fbðurlega yfirmann má sjá í hinum „diplómatíska” stóreigna-
manni er hafði marga daglaunamenn og þræla í þjónustu sinni (Varro,
Búnaðarbálkur (De agricultura) 1.17.4; Kolumella, Búnaðarbálkur (De
agricultura) 1.8.15; 12.1.6). Sjá Martin, Slavery as Salvation, bls. 27-28.
Ástæða þess að heimildir okkar fyrir fyrra módelinu eru af skomum skammti
er sú staðreynd að flestar heimildir fornaldar eru mótaðar af áhrifamönnum
samfélagsins. Um aðferðir til mælingar á völdum, áhrifum, og stöðu í grísk-
rómversku samfélagi, sjá G. Alföldy, The Social History of Rome (Totowa,
N.J.: Barnes and Noble, 1985), bls. 94-156; R. MacMullen, Roman Social
Relations: 50 B.C. to A.D. 284 (New Haven: Yale University Press, 1974),
bls. 88-120; og B. Holmberg, Sociology and the Neui Testament: An Appraisal
(Minneapolis: Fortress, 1990) bls. 21-28.
Sjá C. Glad, Adaptability in Epicurean and Early Christian Psychagogy:
Paul and Philodemus (Ann Arbor, Michigan: UMI, 1993), bls. 439-444.
73