Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 76
Clarence Edvin Glad
lífs og breytni og í ljósi ólíkra manngerða og lyndiseinkunna. Aðlögunar-
hæíhi er metin jákvætt sem mikilvægt tæki til að ná settum markmiðum
og til að móta skoðanir íjöldans með hag sem flestra að leiðarljósi.
Að mínu viti má sjá merki í 1. Korintubréfi 9.19-23 um tvær
aðgreindar hefðir, er þó skarast. Annars vegar hefð er leggur áherslu á
nauðsyn aðlögunar í ljósi margbreytileika mannlegs lífs í mngengni við
hina mörgu, og hins vegar hefð er leggur áherslu á aðlögun í ljósi
mannlegrar lyndiseinkunnar. Á dögum Páls tengdist fyrmefnda hefðin
bæði jákvæðri umfjöllun um eiginleika hins pólitíska leiðtoga og
aðlögunarhæfileika smjaðrarans og þess er var vinamargur. Hana má
greina annars vegar í lofsamlegri umfjöllun um aðlögunarhæfileika
tiltekinna sögulegra persóna eins og Odysseifs, Diógenesar, Aristipposar,
og Hippiasar, og hins vegar í umfjöllun um lofsverða eiginleika hins
pólitíska leiðtoga, eins og Alkibíadesar, svo dæmi sé tekið.53 Einnig má sjá
afbrigði þessarar hefðar í umfjöllun um smjaðrarann og vin margra þar
sem fjölhæfhi er túlkuð neikvætt sem hverflyndi eða óstöðugleiki.54 Áhersla
Páls á aðlögun hér er því afbrigði af algengu bókmenntastefi.
1. Korintubréf 9.19-23 hefur því tvíþætta skírskotun: annars vegar
mikilvægi aðlögunar og mngengni við hina mörgu — er minnir bæði á hinn
pólitíska leiðtoga og smjaðrarann — og hins vegar aðlögðim að hinum
óstyrku. Við sjáum þessa tvíþættu skírskotun af formi og byggingu texta-
knippisins.55 Páll leggur áherslu á tvíþætta aðlögun með því að endurtaka
yíyvopai í versi 20 áðm en hann vísar til Gyðinga, þeirra sem eru undir
lögmáli og hinna lögmálslausu, og í versi 22 þar sem hann vísar til hinna
óstyrku. Páll aðgreinir því hina óstyrku frá hópunum þremm með því að
endurtaka yíyvopai og með því að sleppa cbs fyrir framan hina óstyrku.
' er aftur á móti notað fyrir framan tilvísun Páls til hópanna þriggja,
þ.e.a.s. Páll hefm verið Gyðingum sem Gyðingm, þeim sem eru undir
Um notkun „Odysseifs” eftir daga Hómers má lesa í bók W. B. Stanford, The
Ulysses Theme. A Study in the Adaptability of a Traditional Hero. 2. útg.
New York: Barnes & Noble, 1968. Sjá F. Decleva Caizzi (ed.), Antisthenis
fragmenta (Milan: Cisalpino, 1966), handritabrot 14 og 15; Hóras, Bréf
1.17; og 1.18.1-16; Plútarkos, Alkibíades 2.1; 23.3-5; og Dio Chrysostomos,
Orðræða 71.
54 Sjá Plútarkos, Um greinarmun smjaðurs og vináttw, Að vera vinamargur,
Maximos frá Týros, Um greinarmun smjaðurs og vináttu\ Fílódemos, Um
smjaður. Fyrir daga Fílódemos er best að leita í smiðju Aristótelesar og
Þeófrastosar um þetta efni. Sjá O. Ribbeck, Kolax. Eine Ethologische
Studie. Leipzig, 1883. Sjá einnig Þeófrastos, Manngerðir. Islensk þýðing
eftir Gottskálk Þór Jensson sem einnig ritar inngang. Hið íslenska
bókmenntafélag. Reykjavík, 1990
55 Sjá bls.69-70, hér að framan.