Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 78
Clarence Edvin Glad
þessarar hefðar aðallega hjá Fílon í Alexandríu og að einhverju leyti í
Testamentum liinna tólf patríarka,58 í frumkristni er þessa hefð aðallega
að finna í ritum Hermasar og Klemensar frá Alexandríu, og einnig í
Didache og ýmsum bréfum Ignatíusar, 1. og 2. Klemesarbréfi, og í bréfmn
Diognetusar og Barnabasar.59 Þá má sjá merki um þessa hefð í
Hirðisbréfunum60 og einnig, að ég tel, hjá Páli postula.61
Páll lagar sig því að hinmn veiku og er á sama tíma múlbundinn þræll
fjöldans. Báðar hefðimar tengdust umræðu manna um vináttuna með
eininn eða öðmm hætti. I þeim má því sjá flest þau stef er koma fyrir í
Gorgíasi eftir Platon, þar sem litið er á mælskulistina sem ákveðna tegund
flaðm-s sem getm haft góð eða slæm áhrif.62 Orð em tæki til áhrifa og oft
orkar tvímælis hvort viðkomandi hefur hag annarra eða eigin hag að
leiðarljósi, sé smjaðrari eða sannm vinur. Áhersla Páls á mngengni og
Plútarkos (fyrir 50 — eftir 120 e.Kr.). Um og eftir aldamótin síðustu sýndu
ýmsir þýskir fræðimenn fram á mikilvægi þessara höfunda til skilnings okkar
á Páli. Um nýlegri áherslur fræðimanna á þessu sviði, sjá A. J. Malherbe,
„Hellenistic Moralists and the New Testament,” ANRW (Berlin/New York:
de Gruyter, 1991), bls. 267-333.
r o
00 Um flokkun Fílons á ólíkum manngerðum og mismunandi þroskastig þeirra,
sjá A. Mendelson, Secular Education in Philo of Alexandria (Cincinnati:
Hebrew Union College Press, 1982), bls. 47-65. Sjá M. de Jonge (ed),
Studies on the Testaments of the Twelve Patriarchs. Text and Interpretation.
SVTP 3; Leiden: E. J. Brill, 1975; og H. W. Hollander and M. de Jonge
(eds), Testaments of the Twelve Patriarchs. A Commentary. SVTP 8; Leiden:
E. J. Brill, 1985.
Hirðir Hermasar, sem líklega var skrifað í Róm um miðja 2. öld e.Kr., er í
þremur hlutum, þ.e. Opinberanir, Fyrirmæli, og Samlíkingar. Fyrsti
hlutinn leggur áherslu á mikilvægi iðrunar, annar lýsir æskilegu lífi hins
iðrandi syndara, og sá síðasti fjallar um iðrun og mikilvægi hennar.
A. J. Malherbe, Paul and the Popular Philosophers (Minneapolis: Fortress
Press, 1989), bls. 121-36.
Þetta er megintilgáta doktorsritgerðar minnar, en í henni færði ég rök fyrir
því að kennsluhætti Páls beri að skilja sem afbrigði frá þessari útbreiddu
aðferð siðferðilegrar og andlegrar leiðsagnar (ipuxaycoyía). Þá færði ég rök
fyrir því, að tileinkun Páls á þessari hefð, eigi margt sameiginlegt með
kennsluháttum Epikúringa, en finna má upplýsingar um þá í riti
Fílódemos, Um opinskáa gagnrýni. Rit þetta er besta heimild okkar um
aðferðir leiðbeiningar og hvatningar í skóla Epikúringa. Sjá C. E. Glad,
Adaptability in Epicurean and Early Christian Psychagogy: Paul and
Philodemus (Ann Arbor, Michigan: UMI, 1993). Sjá nánar bls. 98-104, hér
að aftan.
°L I þessu riti er fjallað um góða og slæma ánægju, hið góða og hið illa, og um
athafnir er lúta að heill sálarinnar annars vegar og hins vegar þær sem
láta sig aðra engu varða og stefna eingöngu að því að kalla fram vellíðan
án tillits til þess hvort hún er til góðs eða ills. Andstætt þessu er að láta
ósagt það sem er ljúft og geðfellt en er þó til ills og að segja það sem er
ógeðfellt en er þó til gagns. Slíkt miðar að því að sálir borgaranna verði
sem bestar.
76