Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 81
Lestur og ritskýring 1. Kori. itubréfs 8
Páll leggur því áherslu á aðlögun að ólíkum hóprnn og manngerðum í
1. Korintubréfi 9.19-23. Upplýsingar okkar um aðlögun Páls að óh'kmn
hópum eru eðlilega af skommn skammti, en 1. Korintubréf sjálft er hið
ágætasta dæmi mn aðlögun hans að ólíkum manngerðum, sér í lagi hinum
„veiklyndu” er fjallað verður um nánar hér að neðan. 1. Korintubréf 7 er
einnig gott dæmi mn sveigjanleika Páls þar sem hann tekur mið af ólíkum
aðstæðum viðtakenda bréfsins. Orðin aúpcpopos, eúaxnpcov (7.35), og
KaÁós (7.8, 26) sýna áherslu Páls á þær afleiðingar sem ráðleggingar hans
eiga að hafa í for með sér. Grískir mælskukennarar notuðu þessi orð til að
fjalla um tilgang orðræðu, svo sem hið heiðvirða, góða, réttláta, og
hagnýta.74 Til þess að orðræða sé sannfærandi þarf markmið hennar að
lúta að einhveijum ofangreindra þátta. Páli er augljóslega kunnugt um
shkar kröfur og höfðar til sameiginlegrar hefðar sinnar og Korintumanna,
til eigin mats á hlutum, til þess er náttúran kennir og til hæfni lesendanna
til að ígrunda og komast sjálfir að skynsamlegri niðm-stöðu. 1. Korintubréf
7 sýnir því sveigjanlega afstöðu Páls og áherslu á ólíkt mat einstakra
manna á sameiginlegri hefð.
Eftir að hafa látið orð falla mn sambúð, í „tilhliðrunarskyni, ekki sem
skipun,” og ennfremur ósk mn að allir væru eins og hann, segir Páll: „en
hver hefur sína náðargjöf frá Guði, einn þessa og annar hina” (7.7). Með
orðinu k'KaaTos leggm Páll áherslu á einstaklingsmun í trúarlegum þroska
og reynslu. „Hver og einn,” segir Páll síðar í kaflanum, skal „vera í þeirri
stöðu, sem Drottinn hefur úthlutað honum, eins og hann var, þegar Guð
kallaði hann. Þannig skipa ég fyrir í öllum söfhuðunum” (7.17). Páll leggur
þó einnig áherslu á ólíkar venjm og afstætt mikilvægi ráðlegginga sinna.
Srnnt er sagt í tilhliðrunarskyni, ekki sem skipun (7.6). Þá vísar Páll til
eigin meiningar og áréttar að hann „þykist og hafa anda Guðs” (7.40). Páll
viðurkennir að í sumum efnum hafi hann ekki neina fyrirskipun frá
Drottni, en setm þó fram skoðim sína (7.10-12). Páll vlsar til hins „góða”
sem mæhstiku æskilegrar breytni (7.26). Megin áherslan hvíhr á því sem
er til gagns, það sem er tilhlýðilegt og eflir almennt velsæmi (7.35). Með því
má skýra með skírskotun til sambærilegra umræðna meðal Stóumanna og
Kýníkea. Sjá „Determinism and Free Will in Paul: The Argument of 1
Corinthians 8 and 9,” Paul in His Hellenistic Context (ritstj. Troels
Engberg-Pedersen; Edinburgh: T&T Clark, 1994), bls. 231-55.
Sjá Aristóteles, Rhet. 1358b23; 1359a38; 1362al8; Anaximenes, Rhet. ad
Alexandrum 1421b23-26; 1422b26-29; 1428al-2; Quintilianus, Institutio
Oratoria 3.8.22-25; 3.4.16; Theon, Foræfingar VIII, 43-50 Butts. Sjá H.
Lausberg, Handbuch der literarischen Rhetorik: Eine Grundlegung der
Literaturwissenschaft (Mtinich: Max Heuber, 1973), bls. 51-61; J. Martin,
Antike Rhetorik: Technik und Methode (Handbuch der Altertums-
wissenschaft II, 3; Miinich: Beck, 1974), bls. 169.
79