Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Qupperneq 82
Clarence Edvin Glad
að taka þannig mið af aðstæðum Korintumanna vill Páll styrkja
samheldni safnaðarins í sameiginlegri trú og tilbeiðslu (7.35; sjá einnig
11.13-22). Það er einnig markmið aðlögunar Páls að hinmn veiklyndu.
I 1. Korintubréfi höfum við því dæmi um aðlögun og sveigjanleika Páls
að ólíkum manngerðum. Páll leggur til nærgætna leiðsögn fyrir þá sem eru
veikgeðja og sýnir hinum vitru hvemig slík leiðsögn á að vera með því að
nota persónusköpun í bréfinu, en lýsing á persónu og eiginleikum hennar
var oft notuð í nærgætinni leiðsögn.75 Þó má ekki missa sjónar af því að
fyrir utan sveigjanleika Páls má einnig sjá merki um einurð og festu í
leiðbeiningum hans. Páll er einarður í afstöðu sinni til hinna „skynsömu”
og „vitru.” Sem „andlegur faðir”76 safnaðarins í Korintu notar því Páll
útbreidda aðferð uppfræðslu og hvatningar, hina svonefndu „blendnu
aðferð” þar sem bæði harka og mildi fléttuðust saman.77 Sem andlegur
faðir og sannur vinur notar hann aðferðir sem taldar voru auðkennandi
fyrir slík hlutverk.78 Aðlögun Páls að hinum óstyrku er því aðeins önnnr
hlið hinnar „blendnu aðferðar.” Það er því villandi að íjalla um
textaknippið í 1. Kor 9.19-23 án skírskotunar til festunnar í hinni
íöðurlegu stjóm og vinsamlegra leiðbeininga Páls.
Sambland lof og lasts í hvatningum Páls er því einnig dæmi um
aðlögun hans, þar sem ekkert minna en harka dugði á hina hrokafullu í
Korintu. Aðferð festu er því augljós í gagnrýni Páls og þó hann dragi
nokkuð í land í 4.14 og segist ekki rita bréfið til að „gjöra yður kinnroða,
heldur til að áminna yður eins og elskuleg böm mín,” þá má ljóst vera,
bæði af hótun hans í 4.18-20 og gagnrýni síðar í bréfinu (6.5; 15.34), að
7® Sjá nánar bls. 90-94 hér að aftan.
Sjá Pedro Gutierrez, La Paternité Spirituelle selon Saint Paul. Paris: J.
Gabalda, 1968.
77 Sjá sér í lagi 1. Kor 4.16-21. Umræða um þessa aðferð festi og mildi var
víðtæk. Sjá C. Glad, Adaptability in Epicurean and Early Christian
Psychagogy : Paul and Philodemus (UMI, 1993), bls. 173-228. í þessari
ritgerð horfi ég einkum á aðra hlið hinnar blendnu leiðsagnar, en fjalla um
festuna í handleiðslu Páls í ibid, bls. 445-98. Ég hef lagt til að við flokkum
1. Kor formlega sem vinsamlegt bréf með beinskeyttum áminningum og
hvatningum (Ibid, bls. 459-63). 1. Kor hefur því formleg einkenni „lof-
ræðunnar,” eða hinnar „epideiktísku” orðræðu (éttiSeíktikos), og ráðgjafar-
ræðunnar (ouiíPouXeútikoj), en þær voru tvær af þremur megin tegundum
orðræðu í mælskulist (hin þriðja var „réttarræðan” — SiKaviKÓs). Sjá
Aristóteles, Rhet 1358bl-7; 1391b21; Fílóstratos, Her. 19.3; Fílódemos,
Rhet. 2.214; 1.211 col. XXXa, 19 Sudh; Hermógenes, Stat. 1. Um flokkun
ólíkra tegunda grískra bréfa, sjá nmgr. 30 að framan. Sjá nú einnig rit
Mitchells í nmgr. 32 að framan.
7® Um slíka notkun félagslegra hlutverka, sjá P. Berger og T. Luckmann, The
Social Construction of Reality (New York: Anchor Books, 1966), bls. 56 og
74-79.
80
J