Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 83
Lestur og ritskýring 1. Korintubréfs 8
Páll skefur ekki af hlutunum og gefur þannig til kynna að hann geti tekið
einarðari afstöðu þegar það á við.79 Þetta leiddi síðan til þess að Páll var
sjálfur ásakaður um að hafa sýnt of mikla hörku í leiðsögn sinni, að bijóta
niður fremur en byggja upp.80
Að frelsast og glatast!
Aðlögun í andlegri og siðferðilegri leiðsögn í ljósi ólíkrar lyndiseinkmmar
var mikilvægt þema meðal siðunarmanna er þeir ræddu um aðferðir
umvöndunar og leiðbeiningar. Það var sérstaklega í þessu sambandi sem
rætt var mn ólíkar manngerðir með hliðsjón af hegðan eða lyndiseinkunn
viðkomandi manngerðar, s.s. smjaðri, stimamýkt, blygðunarleysi, guð-
hræðslu, dyndilmennsku, smásálarskap, heigulshætti og hroka, nú eða
ákaflyndi og þunglyndi, svo fáein dæmi séu nefnd. Þá var höfðað til
tilfinninga, ástríðna, venja, viðhorfa, og trúar hjá þessum ólíku mann-
gerðmn. Allt hafði þetta áhrif á leiðsögnina og þau meðul sem æskilegust
þóttu til áhrifa.
Innan þessarar hefðar um leiðbeiningu sálarinnar voru orðin
áTTÓÁAuvai — „að glatast” — og acp£co — „að frelsa,” oft notuð til að undir-
strika nærgætna leiðsögn hinum óstyrku til frekari þroska, andstætt
eyðileggjandi leiðsögn. Aðgætni var þörf í leiðsögn hinna óstyrku; ónær-
gætin harka gat eytt allri löngim þeirra til frekara náms. í slíku samhengi
var oft höfðað til hugarfars og veiks vilja hinna óstyrku og gefa slíkir textar
vísbendingu um hina algengu notkun orðsins ocþ^co í siðferðilegri
merkingu. Þá var vísað til áhrifa ónærgætinnar leiðsagnar með orðinu
tútttco, sama orði og Páll notar þegar hann segir að hinir vitru „særi”
óstyrka samvisku þeirra sem eru veikgeðja (1. Kor 8.12).81 Páll lagar sig
því að málvenju siðTmarmanna er þeir íjölluðu mn leiðsögn hinna óstyrku
eða þeirra sem nýlega voru gengnir heimspekinni á hönd.82 Páll fer ekki í
grafgötur með andúð sína á háttemi hinna „vitru” er brýtur hina óstyrku
Grikkir deildu um það livort nota bæri „uppeldi áminningar” (t ö
vou0ett|Tiköv eTSos Tfjs TTaiÓEÍas) til leiðréttingar eða uppeldi „spuminga og
svara” (ÉÁEyxoj). Sjá Platon, Spekingurinn 229E-231B, Lögin 777E;
Epikúros, Um náttúruna (34.25) 21-34; Epiktetos, Orðræða 3.14.9; Deme-
tríos, Um stíl 279; og Klemens, Leiðbeinandinn (Paed.) 93.3 (GCS 145,16-26
Stáhlin-Treu).
80 Sjá 2. Kor 13.9-10 og bls. 33-35.
8-*- Sjá til dæmis Fílódemos, Um reiðina frg. 13.23-30; col. 13.5-11 (Indelli),
Fílon, Um JósefiJos.) 74; Hirðir Hermasar, Samlíkingar 6.2.5 og 7; 6.3.1-4;
Klemens, Leiðbeinandinn (Paed.) 81.3 (GCS 137,30-138,1 Stáhlin-Treu);
66.2 (GCS 128,30-34 Stáhlin-Treu).
8^ Sjá nmgr. 57.
81