Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 86
Clarence Edvin Glad
hins vegar veikleiki (áoGévEicc). Aristóteles lýsir áhrifum tvenns konar
breyskleika á eítirfarandi hátt:
Þegar veikgeðja manneskjur hafa ráðið ráðum sínum standa þær ekki við
það sem þær réðu með sér vegna kennda sinna, en hvatvísar manneskjur
láta kenndir sínar teyma sig af því þær liafa ekki ráðið ráðum sínum.90
Þrátt fyrir trú sína á einn Guð sniðgengu hinir óstyrku fómarkjötið þar
sem þeir töldu að neysla þess hefði áhrif á stöðu sína gagnvart Guði. Trú
þeirra á eiim Guð breytti því hvorki viðhorfi né venju þeirra gagnvart
fómarkjöti. Frá sjónarhóli hinna vitm þá var ályktun hinna óstyrku
óupplýst og þekking þeirra risti ekki djúpt; í reynd trúðu þeir enn á
skurðgoð. Cicero lýsir slíkri þekkingu í umQöllun sinni um viðhorf
Stóumanna til „sjúkdóms sálarinnar.” Obeit á einhveiju er skilgreind sem
„sterk trú eða fullvissa um að sniðganga þurfi hluti sem óþarfi er að
sniðganga”; maður telur sig hafa þekkingu á þvl sem maður í raun hefur
ekki þekkingu á.91 í ljósi þessa er „ályktunartrú” hinna óstyrku, þ.e.a.s.
sannfæring þeirra um áhrifamátt fómarkjöts þrátt fyrir trú sína á einn
Guð, ekki byggð á upplýstri þekkingu; hinir óstyrku sniðganga fómarkjöt
og breyta þannig gegn betri vitund. Þeir em því, að mati hinna „vitm,”
sjúkir á sálinni eða „veik”-geðja og þarfnast meðferðar eða leiðsagnar.92
Slíkar skynsemisskýringar á atferli vom algengar meðal Stóumanna en
sýnt hefor verið fram á stóísk áhrif á hina vitm í Korintuborg.93
Lítum þá á kennsluaðferð hinna vitrn. Yfirlýsingamar í 1. Korintubréfi
8.1, 4, og 8, mynda röksemdafærslu er réttlætir neyslu á fómarkjöti:94
Aristóteles, Siðfræði Nikómakkosar 1150bl9-22. Ég hef stuðst hér við nýja
óútgefna þýðingu Svavars Hrafns Svavarssonar.
Cicero, Samræður í Tusculum (Tusc. disp.) 4.26.
92 Sama gríska orðið er notað um þá sem voru „veikgeðja” og „sjúkir,” þ.e.
áoOi)vfi$. Stundum talar Epiktetos um hina ómenntuðu sem veika;
fullorðnir eru eins og börn þegar þeir eru ómenntaðir (Orðræða 1.8.8;
3.19.6) eða ómótaðir: „. . . hin veika sál veit ekki hvert hún hneigist!”
(2.15.20, áoöevns 1<uxÓ. öttou pév kXívei, áSriXov éxei). Sbr. 4. Makk 15.5
(áaSEvóipuxos). Téáeio; er sagður heilbrigður, en vriuioj er veikur eða sjúkur
(áa0r|vns; sjá Fílon, Agr. 8-9 og 165). Páll vísar til hinna óstyrku í 1. Þess
5.14, „Vandið um við þá, sem óreglusamir eru, hughreystið ístöðulitla,
takið að yður þá, sem óstyrkir eru (ávTÉxeoÖE tcöv áa0EVcöv), verið
langlyndir við alla.” Sjá einnig Post 20.35 („. . . með því að vinna þannig
ber oss að annast óstyrka ...”). Aristóteles sagði, að hægt væri að vinna
bug á eða lækna breyskleika en ekki hófleysi. Manneskja sem ekki harmar
breytni sína er ólæknandi. Siðfræði Nikómakkosar 1150b 19-22, 29-35.
93 Sjá bls. 56-57 að framan.
Sjá J. Jeremias, „Zur Gedankenfuhrung in den paulinischen Briefen,” í
Studia Paulina in honorem Johannis de Zwaan (Haarlem, 1953), 151-53.
Páll vitnar hér til og gagnrýnir slagorð hinna vitru.
84