Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 90
Clarence Edvin Glad
vildu hinir vitru hvetja hina óstyrku til að gera hið sama eða „stæla
samvisku” þeirra, eins og Páll segir, til að neyta fómarkjöts. Háðið í orðinu
oÍKo5our|0ijoeTat gefur til kynna að ef hinir óstyrku fylgja fordæmi hinna
vitru þá telja þeir sig byggjast upp án þess að byggjast upp í raun. í
staðinn fyrir að efla samvisku hinna óstyrku leiddi þessi aðferð til
niðurbrots. Páll heldur áfram að leggja áherslu á geðhrif hinna óstyrku.
Hinir óstyrku em bundnir á klafa fyrra háttemis; af gömlum vana eta þeir
kjötið „sem fjómarkjöt” (v. 7, cbs. eí8goÁó0utov éa0íouoiv) og „saurgast" því
samviska þeirra sem er óstyrk. Hinn óstyrki eflist því ekki í trú sinni þar
sem hann trúir ennþá á áhrifamátt fómarkjöts, þrátt fyrir trú sína á einn
Guð. Neysla hinna óstyrku á fómarkjöti kemur því róti á hugi þeirra og
leiðir til spennu í samskiptun við aðra og þannig snúa þeir sér frá hinu
kristna samfélagi í Korintu, þ.e.a s. „til skurðgoðanna frá Guði.” í þessum
félags-sálfræðilega veruleika er glötim þeirra fólgin.
1. Korintubréf 10.25-11.1
Eins og sannur tilfella-fræðingur, gefur Páll þijú dæmi í 1. Korintubréfi
10.25-28 rnn samvisku- eða vafaatriði varðandi neyslu fómarkjöts með
tilvísun til fleiri félagslegra aðstæðna en í 8. kafla. í tveimur tilfellum
ráðleggur hann að hinir vitm breyti hegðan sinni; í einu að þeir geri það
ekki. í 8.13 tók Páll afdráttarlausa afstöðu: „Þess vegna mun ég, ef matur
verður bróður mínum til falls, um aldur og ævi ekki kjöts neyta”! En í 10.
kafla dregur Páll í land með því að leyfa neyslu fómarkjöts í öllum
tilfellum nema þegar hinn óstyrki mótmælir. Hér heymm við rödd bæði
hinna vitm og óstyrku. Fyrsta dæmið er gefið í versi 25: „Allt það, sem selt
er á kjöttorginu, getið þér etið án nokkurra eftirgrennslana vegna sam-
viskunnar.” Annað dæmið er í versi 27: „Ef einhver hinna vantrúuðu býður
yður og ef þér viljið fara, þá etið af öllu því, sem fyrir yður er borið, án
eftirgrennslana vegna samviskimnar.” Þriðja tilfellið er í beinu framhaldi
af því sem á undan er nefnt, en þar segir:
En ef einhver segir við yður: „Þetta er fórnarkjöt!” þá etið ekki, vegna
þess, er gjörði viðvart, og vegna samviskunnar. Samviskunnar, segi ég,
ekki eigin samvisku, lieldur samvisku hins (10.28-29a).
Páll notar orðasambandið „án eftirgrennslana vegna samviskunnar”
tvisvar (pr|8év ávaKpívovTeg 8iá Tijv auveí5riaiv; v. 25 og 27). Frumlag
orðsins ávaKpíveiv sem Páll notar í þessu orðasambandi (sbr. 2.15; 4.3-4;
9.3), er þroskaður einstakhngur sem rétt hefur til að meta hina ómótuðu
og óstyrku. Hinir vitm geta því neytt fórnarkjöts án þess að ganga úr
skugga um það hvort slíkt hafi neikvæð áhrif á hina óstyrku. Hvað varðar
88