Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 91
Lestur og ritskýring 1. Korintubréfs 8
merkingu orðsins ouveíSriats þá hef ég sannfærst af rökum Peter Gooch um
að merking þess orðs í kafla 8 og 10 er ekki „samviska” eða meðvitund mn
ranga breytni og leiðarvísir fyrir rétta breytni. í 8. kaflanum merkir orðið
líklega „sjálfsmeðvitund” eða vitneskja um tiltekna lýsingu á persónu
sinni, í þessu tilviki sem „óstyrka” eða „veikgeðja.” í 10. kafla merkir
auvEÍSriais sennilega „neikvæð tilfinning.”106 Ljóst er af síðasta dæminu að
Páll vísar til neikvæðra tilfinninga hinna óstyrku. Dæmin að ofan sýna að
hér, eins og í 8. kafla, er Páli umhugað að draga úr þeim neikvæðu
áhrifum sem hegðan hinna vitru hefur á þá óstyrku.
Hinir óstyrku og vitru neyta matar saman á heiðnu heimili eða í
matsölum goðahofa eftir boð einhvers utan samfélagsins. Þetta er
athyglisvert og einnig notkun Páls á orðinu ppvúaas um þann er gerði
viðvart.107 Páll notar þetta orð einungis hér. Það hefur stundmn
merkingmia „yfirlýsing” eða „formleg ákæra,” en hér er þó líklegri sú
merking sem sjá má í riti Fílódemusar Um opinskáa gagntýni þar sem
orðið er notað í jákvæðri merkingu mn þann sem er opinskár gagnvart
öðrrnn og tjáir það sem honum í brjósti býr.108 Slík afstaða var ekki
sjálfgefin í árdaga frumkristni; í reynd var hún harðlega gagnrýnd sem
ósæmileg hegðan og aðrir vöruðu við oftrú og trausti á samborgimim
sínrnn. Þetta má sjá í áðumefndu riti Fílódemos Um opinskáa gagnrýni, og
einnig í verkum Plútarkos Um málæði og Um forvitnif09 riti Epiktetos Til
þeirra sem hömlulaust tala um eigin hag'10 og ritum Dio Chyrsostomos Um
traust og Um vantraustð^* 1 * 111
Sá sem gerði viðvart er einn af hinrnn óstyrku er ekki stóð á sama rnn
skurðgoðin, þrátt fyrir allt. Inntak yfirlýsingarinnar — „þetta er fómarkjöt”
— er ekki eins mikilvægt eins og áhrif þessarar vitnesku á hina óstyrku og
Peter W. Grooch, „'Conscience'in 1 Corinthians 8 and 10,” NTS 33 (1987),
249-50.
107
Þrátt fyrir að hinn kristni söfnuður myndaði fremur lokað samfélag þá var
frá árdögum kristni ávallt eitthvert samband milli þeirra sem aðhylltust
kenningar kristni og annarra. Það er ekki mögulegt að gera upp á milli
þess hvort Páll vísi í textanum til heimilis eða goðahofs. Sjá H.
Conzelmann, 1 Corinthians (Philadelphia: Fortress Press, 1975), bls. 177.
1 08
Sjá Fílódemos, Um opinskáa gagnrýni 42 og 49. Sjá einnig G. Adolf
Deissmann, Bible Studies. Hendrickson Publ, 1988 bls. 341-45 (fyrsta útg.
T. & T. Clark, 1901).
109 Mor. 502B-515A, De garrulitate (Tlepi áSoXeoxíaD og Mor. 515B-523B, De
curiositate (TlEpi troXuTTpaypooúvris).
110 Orðræða 4.13, ripös T0Ú5 eúkóÁcos ÉKtpépovTas tó oútcöv. Sjá einnig
Orðræðu 3.16, Um nauðsyn varfærni í félagslegum samskiptum — "Oti
eúÁaþcös SeT ouyKaOiévai eíj ouuTTEpKpopáv.
111 Orðræða 73 (TTepi ámoTÍas) og 74 (TlEpi ttiotécos).
89