Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 93
Lestur og ritskýring 1. Korintubréfs 8
ekki.114 Þó svo að umfjöllun Páls einskorðist við hinar ákveðnu aðstæður
safnaðarins í Korintu, er hér á ferð almennt álitamál um neyslu fómar-
kjöts, þar sem umfjöllunin hefur almennari skírskotun eins og sjá má af
sambærilegri umQöllma í Rómverjabréfinu.115 Páll notast því við persónu-
sköpun þar sem tvær ónafngreindar persónur eða manngerðir hafa ólíka
skoðun á tilteknu „praktísku” álitamáh.116
í persónusköpun leggur höfundur orð í munn einhverrar persónu sem
hæfir vel persónu og mnræðuefni, til dæmis hvað hershöfðingi segir við
hermenn sína í mikilh hættu.117 Hið sama á við þegar mn nafhgreindar
persónur er að ræða. Þegar höfundur leggur persónum orð á tungu, sem
þeim hæfa, ber að huga að eftirfarandi atriðum: aldri, kyni, starfi,
lyndiseinkunn, viðhorfi, þjóðfélagsstöðu, þjóðemi, thefni eða staðsetningu.
PáU gerir tilefninu góð skil og leggur áherslu á lyndiseinkunn og viðhorf
persónanna. I persónusköpun sinni notast Páll því við óbeinar lýsingar
ónafngreindra persóna, þar sem framkoma og hegðan er lýst, viðhorfi og
hughrifum, og hvemig ytri atburðir orka á þær. Þá velur Páll orð sem hæfa
hinum óhku persónum í ljósi kringumstæðnanna. Persónusköpun Páls ber
einnig keim af bókmenntaformi ádeilu og samræðulistar er nefnist
SictTp ip>r| þar sem höfundur varpar fram tiltekinni hugmynd eða skoðun
sem (ímyndaður) viðmælandi bregst við.118 Ritskýrandi þarfbæði að reyna
114 Þeon, Foræfingar I, 60-65.
44® Róm 14.1-15.14. Sjá C. Glad, Adaptability in Epicurean and Early
Christian Psychagogy: Paul and Philodemus, bls. 388-403. Þegar í
frumkristni fóru menn að velta því fyrir sér hvernig bréf, skrifuð til
ákveðins safnaðar, gætu haft víðtækara gildi. Sjá N. A: Dahl, „The
Particularity of the Pauline Epistles as a Problem in the Ancient
Church,” Neotestamentica et Patristica (NovTSup VI; Leiden: E. J. Brill,
1962), bls. 261-71; og L. Hartmann, „On Reading Others' Letters,” HTR
79.1- 3 (1986), bls. 137-46.
446 Þeon gerir einnig greinarmun á „hlutbundnu” (praktísku) og „óhlut-
bundnu” (teóretísku) álitamáli (Foræfingar XI, 25-32). Hlutbundið álitamál
lýtur að atferli eða hegðan. Að þessu leyti til er umfjöllun Páls í 1. Kor
8.1- 11.1 samstíga áherslunni á ipyov í köflum 5-15. Sjá bls. 64-65 að
framan. Að mati Þeons hentar persónusköpun bæði í bréfurn og í ráðgjafar-
og lofræðu (Foræf VIII 9-10).
447 Foræfingar VIII, 2-4.
446 Samkvæmt Quintilianus eru SiaTpiþfi og TrpoacoTTOTTOifa náskyld (Institutio
Oratoria 9.2.31-32, 38-39). Fræðimenn gera sér grein fyrir mikilvægi
bókmenntaformsins SiaTpiþf) í bréfum Páls, og þá sér í lagi í Rómveija-
bréfinu, þó svo að þeir séu ekki á eitt sáttir um hvaða ályktanir beri að
draga af notkun Páls á því. Eins og titill doktorsritgerðar R. Bultmanns
gefur til kynna (Der Stil der paulinischen Predigt und die kynisch-stoische
Diatribe, Göttingen, 1910) taldi hann að áhrifa þessa bókmenntaforms
gætti í predikunarstíl Páls. S. K. Stowers hafnar þessari skýringu
Bultmanns og færir rök fyrir því að þetta bókmenntaform sé fremur
kennsluaðferð (The Diatribe and Paul 's Letter to the Romans. SBLDS 57.
91