Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Blaðsíða 94
Clarence Edvin Glad
að ráða hvort tiltekin staðhæfing sé sönn að mati höfundar og hvort sú
staðhæfing sé skoðun höfundar eða viðmælanda hans sem höfnndm-
gagnrýnir.119
Við getum litið á röksemdafærsluna er réttlætir neyslu fómarkjöts
sem dæmi um persónusköpun, en eins og við sáinn em yfirlýsingamar í 1.
Kor 8.1, 4 og 8, lýsandi fyrir viðhorf hinna vitm. Þá er athugasemdin í
10.28 — „Þetta er fómarkjöt!” — eðlileg fyrir hinn veiklynda og til komin
vegna geðhrifa sem hann verður fyrir þegar aðrir neyta fómarkjöts að
honum sjáandi. Hér ráðleggur Páll hinum vitm að neyta ekki fómarkjöts ef
einhver óstyrkur bendir þeim á uppmna kjötsins. I framhaldi af þessari
ráðleggingu andmæla hinir vitm með tveimur retórískum spumingum
(10.29b-30):
1. „En hvers vegna skyldi frelsi mitt eiga að dæmast að samvisku
annars?”
2. „Ef ég neyti fæðmmar með þakklæti, hvers vegna skyldi ég sæta
lasti fyrir það, sem ég þakka fyrir?”
Andmæh þessi em til komin vegna takmarkana á frelsi því er Páll setur
hinrnn vitm. ’Eycó og pou vísa augljóslega til hinnar upplýstu persónu er
Páll ráðleggur að neyta ekki fórnarkjöts. Andmælin eru eðlileg út frá
sjónarhóli hinna vitm og lýsa vel hugarástandi og ahnennu viðhorfi þeirra.
Páll hefur því í persónusköpun sinni dregið upp mynd af tveimur
manngerðum, hinum veiklyndu og hinum vitm, og ólíku viðhorfi þeirra til
neyslu fómarkj öts.120
Páll takmarkar hér „frelsi” (ÉXEuBepía) hinna vitru, en ekki „rétt”
(é^ouoía) þeirra. Ástæðm’ þessa má sjá af röksemdafærslunni í 1. Kor
10.23-24 og 10.31-11.1. Meginstefið er sem fyrr „allt er leyfilegt” (sbr.
Chico, Califomia: Scholars Press, 1981). Sjá einnig T. Schmeller, Paulus
und die „Diatribe”: Eine vergleichende Stilinterpretation. NTA/NF 19.
Miinster: Aschendorff, 1987.
Niðurstaða slíks mats getur ráðið miklu við ritskýringu texta, eins og til
dæmis Róm 3.1-9. Sjá S. K. Stowers, „Paul's Dialogue with a Fellow Jew
in Romans 3:1-9,” CBQ 46 (1984), bls. 707-722.
120 í ágætri grein um retórísku spurningarnar í 1. Kor 10.29b-30 fjallar D. F.
Watson um það í nmgr. hvort hægt sé að flokka þær sem persónusköpun.
Að mati höfundar er það ekki hægt þar sem tilvísunin er óljós og hefði Páll
þurft að auðkenna þær sem spurningar hinna upplýstu með inngangi eins
og „Ég heyri ykkur segja að . . . .” (Sjá D. F. Watson, „1 Corinthians
10.23-11.1 in the Light of Greco-Roman Rhetoric,” JBL 108.2 (1989), bls.
313 (nmgr. 54). Þessi takmörkun Watsons er óþörf í ljósi umræðu Þeons.
Til þess að um persónusköpun geti verið að ræða, er nóg að andmælin og
spurningarnar séu lýsandi fyrir það viðhorf persónanna er ráða má af
samhenginu.
92