Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 95
Lestur og ritskýring 1. Korintubréfs 8
6.12), en ekki er allt gagnlegt og ekki byggir allt upp. Markmið persónu-
sköpunar Páls er að efla samkennd ólíkra persóna og þekkingu þeirra á
viðhorfum hvers annars og víkka þannig sjóndeildarhring beggja svo þeir
hugsi ekki imi eigin hag eingöngu. í 1. Korintubréfi 10.32-11.1 lýsir Páll
starfsaðferð sinni á nýjan leik (sbr. 9.19-23) ogbiður Korintmnenn að taka
mið af breytni sinni eins og hann hefur tekið mið af breytrú Krists. Páll
getur með réttu tekið sjálfan sig sem dæmi til eftirbreytni því hann nýtti
sér ekki rétt sinn til að þiggja „laun” frá vemdirrum sínum til þess að
„táhna ekki fagnaðarerindinu um Krist.”121
Tilgangur höfundar með notkrm álitamáls ogpersónusköpunar er að
sannfæra lesendur og taka þessi stílbrögð því mið af aðstæðum og þroska
viðtakenda bréfsins. Persónusköpun er stílbragð sem oft er notað í
nærgætinni leiðsögn og er mikilvægt til aðlögunar samsettum lesenda- eða
áheyrendahópi.122 í ljósi gagnrýni Páls á hina vitm og að viðbættri þeirri
staðreynd að hinir vitm höfðu tileinkað sér margar skoðanir Stómnanna,
er notkun hans á persónusköpun hér ekki einungis dæmi um nærgætna
leiðsögn fyrir þá sem em veikgeðja heldur einnig óbein gagnrýni á hina
vitm. Stómnenn litu á persónusköpun sem áþekka aðferð og hnitmiðuð
sannindi eða spakmæli og þótti hún hið ákjósanlegasta stílbragð orðræðu
þegar leiðbeina átti hinum óstyrku og ómótuðu.123 Notkun Páls á persónu-
sköpun segir því allt sem segja þarf um mat hans á siðferðlegum og
trúarlegum þroska Korintumanna og er persónusköpmiin því um leið
hnjóðsyrði hans um þá í Korintuborg er töldu sig „vitra.” Páll notar því
persónusköpun bæði til að gagnrýna aðferð hinna vitm til kennslu og
einnig til að lýsa mati sínu á þroskastigi þeirra. Hinir sjálfumglöðu „vitm”
em enn ómálga böm er þurfa „myndrænnar” leiðsagnar við eins og hinir
óstyrku.124
121 1. Kor 9.12 og 18. Sjá bl3. 78 að framan. Eins og í 10.29b spyr Páll í eigin
persónu í 9.1, „Er ég ekki frjáls?” eftir að hafa sett skorður á frelsi sitt í
8.13. A þennan hátt setur hann fram breytni sína sem fordæmi til
eftirbreytni fyrir hina vitru.
122 i>eón, Foræfingar XI, 9. Á fyrstu öldum kristni áttuðu menn sig á því að
Páll notaði persónusköpun og höfðuðu til 1. Kor 9.19-23 til áréttingar á
mikilvægi aðlögunar fyrir Pál. Samkvæmt Rufmusi taldi Origenes að Páll
notaði persónusköpun í Róm 7 og vísaði til 1. Kor 9.22 í því sambandi
(Com. Rom. 6.9; 1086A).
123 Sjá Seneka, Bréf 95.65-66.
124 Sjá bls. 66, að framan. „Myndræn” leiðsögn gat verið í formi hnitmiðaóra
kennisetninga, dæmisagna, eða persónusköpunar. Sjá Maximos frá Týros:
„Dæmisaga skýrir á haglegan hátt hluti sem við, vegna veikleika okkar,
sjáum ekki skýrt” (Orðræða 4.5a; 45,12-14 Hobein). Hið sama má segja um
notkun Páls á frásögn (5if)yr|ais) í 1. Kor 10.1-22, sem notuð er til að vara
við hroka og sjálfumgleði.
93