Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Qupperneq 96
Clarence Edvin Glad
2. Korintubréf og seinni stig deilunnar
Ég hef lagt til að skýra megi hegðan og ætlun hinna vitru í 1. Korintubréfi
8 á annan veg en oftast er gert og tengt þá skýringu við atriði er snerta
deilur um kennsluaðferðir. Ýmis atriði í seinni bréfum Páls til Korintu-
manna (2. Kor 1-9 og 10-13) styrkja tilgátu mína um að finna megi
upplýsingar í 1. Korintubréfi um deilur Páls og hinna vitru í Korintu um
aðferðir hvatningar og leiðsagnar.125 Ljóst er allt frá 1. Kor 2.2-4 að
gagnrýnendur Páls túlkuðu sveigjanleika hans sem hverflyndi og veikleika,
og væntu einarðari afstöðu af hálfu leiðtoga. Ein algengasta krafan til
leiðtoga í siðferði- og trúarlegum eínum á þessum tíma, auk kröftmnar mn
sjálfsgagnrýni og sjálfsmat, var samræmiskrafan svonefnda. Ósamræmi í
orði og hegðan var eitt skýrasta dæmi um loddaraskap og ótrúverðugleika.
Krafa þessi tók á sig ýmsar myndir.126 Algengasta myndin var sú að
viðkomandi sýndi í orði og verki að hann væri trúverðugur og sýndi fram á
samræmi í málflutningi; að hann gerði það sem hann segðist ætla að gera,
að hann væri sami maður í orði og í verki, í nánd og í fjarlægð. Páll stóðst
ekki prófið hér að mati gagnrýnenda hans.127 A seinni stigum deilunnar er
l^5 Rúmsins vegna bendi ég einungis á nokkur atriði er snerta seinni stig
deilunnar. Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um það hversu mörg bréf 2.
Kor hafi að geyma, en flestir eru þeirrar skoðunar að þau séu fleiri en
eitt. Tilgáta mín stenst hvort sem bréfin eru tvö eða fleiri. Ef gengið er út
frá því að 2. Kor sé í raun fleiri en tvö bréf þá náðu Páll og Korintumenn
sáttum (a. 2. Kor 2.14-6.13; 7.2-4; b. 2. Kor 10.1-13.10; c. 2. Kor 1.1-2.13;
7.5-16; 13.11-13; d. 2. Kor 8-9), en samkvæmt tveggja-bréfa kenningunni
náðu þeir ekki sáttum (2. Kor 1-9 og 10-13). Um ólíka afstöðu manna til
þessara mála, sjá til dæmis V. P. Furnish, 2 Corinthians (New York:
Doubleday, 1984), bls. 29-54, 129-30, 141, 218, 475-79; H. D. Betz, 2
Corinthians 8 and 9 (Philadelphia: Fortress Press, 1985), bls. 12-13, 21-22,
141-44; idem, „The Problem of Rhetoric and Theology according to the
Apostle Paul,” L'Apötre Paul (Leuven, 1986), bls. 40-48; S. K. Stowers,
„Peri men gar and the integrity of 2 Cor 8 and 9,” NovT 32.4 (1990), bls.
340-48; G. Dautzenberg, „Der zweite Korintherbrief als Briefsammlung.
Zur Frage der literarischen Einheitlichkeit und des theologischen
Gefuges von 2 Kor 1-8,” ANRW 25.4 (Berlin/New York: Walter de Gruyter,
1987), bls. 3045-66.
126 André-Jean Festugiére hefur safnað saman textum er lúta að þessu minni
í „Lieux communs littéraires et thémes de folk-lore dans l'Hagiographie
primitive,” Wiener Studien. Zeitschrift fiir klassische Philologie 73 (1960),
bls. 123-52. Sjá sér í lagi bls. 140-142.
Ljóst er að Páll hefur þurft að verja sig gagnvart ásökunum Korintu-
manna. Sjá til dæmis 2. Kor 1.12, „Samviska vor vitnar um, að vér höfum
lifað í heiminum, og sérstaklega hjá yður, í einlægni og hreinleika, sem
kemur frá Guði, ekki látið stjórnast af mannlegri speki, heldur af náð
Guðs”. (Skáletrun C. Glad). Sjá einnig 4.2, „Vér höfnum allri skammarlegri
launung, vér framgöngum ekki með fláttskap né folsum Guðs orð, heldur
94