Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 97
Lestur og ritskýring 1. Korintubréfs 8
Páll því sakaður um slægð, hræsni og tvíveðnmgshátt,128 ósamræmi í orði
og hegðan,129 að draga sér fé,130 um tvíræðni og óskýrleika í málflutningi og
um að fara dult með meiningu sína.131
Ég hef fært rök fyrir því að Páll gagnrýnir óþarfa hörku hinna vitru er
braut niður hina veiklyndu. En harka Páls fór fyrir bijóstið á mörgum í
Korintuborg og er hann sakaður mn of mikla hörku í málflutningi. Þetta er
ljóst af umfjöllun Páls í 2. Korintubréfi 2.3-11 og 7.8-13a, og einnig af
umfjöllun hans mn festuna í leiðsögn í köflum 10-13. Ofannefhd sam-
ræmiskrafa krafðist einnig réttrar blöndu af lofi og lasti, hörku og mildi,
eftir því hver naut leiðsagnarinnar. Rétt leiðsagnaraðferð beitti hæfilegri
hörku og mildi í hvatningu og leiðsögn. Of mikil harka gat verið merki rnn
óvináttu; of lítil mn smjaður. Rétt siðferðileg og andleg leiðsögn var því
túlkuð með skírskotun til vináttunnar. Þetta er líka ljóst af umfjöllun
Páls. Auk þess að hafa verið ásakaðm um ósamræmi í hegðan þá er Páll
einnig ásakaður mn að hafa beitt óþarfa hörku sjálfur og er harka hans
túlkuð sem væri hann óvinveittur Korintumönnum.132
Umræða Páls sýnir ásetning hans að beita hörku, þ.e. að hryggja til
iðrunar (2. Kor 7.9), og einnig upplýsta afstöðu Páls um jákvæð og neikvæð
áhrif festmmar. Tilvísun til myndugleika Páls, hlýðni og óhlýðni, hryggð,
iðrun og skömm, og um „rétt” (é^ouaía) þess að uppbyggja og niðurbrjóta,
sýnir að umræðan snerist um atriði leiðbeiningar og hvatningar133 og um
birtum vér 3annleikann, og fyrir augliti Guðs skírskotum vér til samvisku
hvers manns um okkur sjálfa.” Sjá einnig 2. Kor 1.8; 6.3, 11-13; 7.2-4, 8;
10.1, 10; 12.14-18; og 13.8.
12® Magnús Jónsson benti réttilega á að andstæðingar Páls „brugðu honuln
um slægð, tvíveðrungshátt, hræsni og fleira af líki' tægi.” Sjá Páll Postuli
og frumkristnin um daga hans. Reykjavík (Prentsmiðjan GQtenberg), 1928,
bls. 287. Sjá einnig idem, „Páll postuli og söfnuðurinn í Korintuborg,"
Skímir (1917), bls. 263-84.
129 2. Kor 1.17-18, „Var það nú svo mikið hverflyndi af mér, er ég afréð þetta?
Eða ræð ég ráðum mínum að hætti heimsins, svo að hjá mér sé 'já, já'
sama og 'nei, nei'? Svo sannarlega sem Guð er trúr: Það, sem vér segjum
yður, er ekki bæði já og nei.”
l®11 Páll var einnig sakaður um að draga sér fé úr samskoti safnaðarins í
Jerúsalem. Sjá 2. Kor 2.17, „Ekki erum vér eins og hinir mörgu, er pranga
með Guðs orð ...” 7.2, „Gefið oss rúm í hjörtum yðar. Engum höfum vér
gjört rangt til, engan skaðað, engan féflett.”
181 2. Kor 1.13-14, „Vér skrifum yður ekki annað en það, sem þér getið lesið og
skilið. Ég vona, að þér munið til fulls skilja það, sem yður er að nokkru
ljóst . . . .”
182 2. Kor 2.3-4 og 8; sbr. 1. Kor 8.1; Róm 14.15.
183 2. Kor 1.23; 10.3-6 og 8; 12.19; 13.2, 9-10.
95