Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 99
Lestur og ritskýring 1. Korintubréfs 8
Ofangreind ritskýring mín á 1. Korintubréfi 8 er frábrugðin öllum þeim
ritskýringum sem ég er kunnugur. Þó hafa margir bæði fyrr og síðar, svo
sem Tertullianus og Kalvin, ásamt allflestum ritskýrendum eftir daga
Heimich August Wilhelm Meyer á 19. öld, tjáð þau augljósu sannindi sem
sjá má í 1. Koiintubréfi 8, þ.e.a.s. að Páll varar hina vitru við að bijóta
niður hina óstyrku og særa óstyrka samvisku þeirra, ásamt því að vísa
fremur kaldhæðnislega til þess að breytni hinna vitru „stæli” samvisku
hinna óstyrku til að neyta fómarkjöts. Þrátt fyrir þessi augljósu atriði
textans hafa allflestir ritskýrendur eftir daga Meyers haldið því fram, að
orðið crrróÁÁuuai — „að glatast” — vísi til síðari tíma eða eskatólógískrar
glötunar. Samfara þessari túlkun hafna menn alfarið sálfræðilegri
skýringu.140 Engar vísbendingar í textanum benda þó til slíkrar niður-
„Einn er löggjafinn og dómarinn, sá sem getur frelsað og tortímt (ó
8uvóuevo5 ocöoai Ka'i cnroÁéoar). En hver ert þú, sem dæmir náungann?”
Hirðir Hermasar, Dæmisaga 9.23.4, „Ef Guð okkar og drottinn, sem ríkir
yfir öllu og hefur vald yfir allri sköpun, minnist ekki fyrri misgjörða þeirra
er játa syndir sínar, en er náðugur, á þá dauðlegur og rnjög svo syndugur
maður að muna eftir misgjörðum annars manns, eins og hann geti tortímt
eða bjargað honum?” (pvrioiKaKeT ús Suvápevos áTtoÁéoai rj aúaai aÚTÓv;). I
ljósi 1. Kor 8 er einnig áhugavert að lesa síðara bréf Klemensar til
Korintumanna, 17.1-2: „Við skulum því iðrast af öllu hjarta, til þess að við
glötumst ekki óvænt. Því ef við höfum fyrirmæli um að gera þetta einnig,
þ.e. að draga menn frá skurðgoðum og kenna þeim, hversu miklu fremur er
það ekki skylda okkar að frelsa frá glötun sál sem nú þegar þekkir Guð (við
getum einnig þýtt: „hversu miklu fremur er nauðsynlegt að sál sem nú
þegar þekkir Guð glatist ekki?” (. . . áiró tcöv eiScóÁcov áirooTrav Kai
kottixeTv, Ttóacp pöÁÁov ipuxnv rj5r| yivcóoKouoav tóv 0eóv oú 8eT
ánóÁÁuoSai;). 17.2, Við skulum því aðstoða hver annan og efla veikgeðja
manneskjur í því sem er gott (toúj áo0evoúvTa5 áváyeiv irep'i tó áya0óv),
þannig að við frelsumst öll (öttcos oco0cónev aTravTes); og við skulum snúa
og áminna hver annan.” Sjá einnig Klemens, Bjargræði efnamanns (Quis
dives salvetur?) bls. 33-35.
Sjá J. G. D. Dunn, Word Biblical Commentary. Vol. 38B. Romans 9-16
(1988), 821, „Eins og allir ritskýrendur seinni tíma eru sammála um, þá
vísar áiróÁÁuiu til loka seinni tíma eyðingar, andstætt sýknudómi.” Sjá
einnig H. Conzelmann, 1 Corinthians, bls. 149 (nmgr. 38), „Hjá Páli, aftur
á móti, hefur átToÁÁúvai ekki hina veikari merkingu siðferðilegrar
glötunar; hér, eins og annars staðar, merkir orðið eilífa glötun (eins og í
Róm 14.15).” Sjá einnig C. E. B. Cranfield, A Critical and Exegetical
Commentary on the Epistle to the Romans (1979), 2.715. W. M. L. de
Wette, Kurze Erklárung der Briefe an die Korinther (Leipzig: Weid-
mannsche Buchhandlung, 1841), 71, er óráðinn en hallast þó að sálfræði-
legri skýringu á áTTÓÁÁuTai (sjá umfjöllun lians á 8.7 á bls. 70). H. A W.
Meyer, Der erste Brief an die Korinther. Kritisch exegetischer Kommentar
uber das neue Testament 5; 3r ed. (Göttingen: Vandenhoeck un Ruprecht,
1856), 184, dregur úr fullyrðingu sinni að ÓTTÓÁÁuTai er „von der ewigen
áTTcóÁEia gemeint” með „wenn man aus dem Glaubensleben in das
sundliche der Gewissenswidrigkeit gerálit.”
97