Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Qupperneq 105
Lestur og ritskýring 1. Korintubréfs 8
heimspekiskólum og var til komin vegna hinnar útbreiddu skoðunar um
lækningarmátt heimspekinnar.157 Tilgáta mín krefst þess ekki að Páll
postuli hafi lesið ákveðna höfunda heldur fremur að þær útbreiddu
hugmyndir rnn heimspeki sem leiðbeiningu sálarinnar til að auka þroska
sem og skilgreining á ólíkum manngerðum hafi einnig verið til umræðu
meðal þeirra sem aðhylltust boðun og kenningu Páls um hinn upprisna
Krist. Fyrir þá sem hafa áhuga á sögulegum orsakaskýringum þá er
hklegasta skýringin sú, að hugmyndir þessar hafi fest rætur í Korintuborg
fyrir tilstilli Apollós, sem ættaður var frá Alexandríu og vann um tíma með
Páli í Korintuborg.158 Ég tel harla ólíklegt að Páll postuli hafi ekki vitað
um þessa útbreiddu umræðu; sönnunarbyrðin er því fremur á herðum
þeirra sem halda hinu gagnstæða fram.159
Histoire de léducation dans lántiquite. 6tk ed.; Paris: Edition du Seuil,
1965; B. L. Hijmans, Askesis. Notes on Epictetus' Educational System.
Assen: Van Gorcum, 1959; M. L. Clarke, Higher Education in the Ancient
World. London: Routledge & K. Paul, 1971; Antonio Quacquarelli, Scuola
e cultura dei primi secoli cristiani. Brescia: Edipuglia, 1974; S. F. Bonner,
Education in Ancient Rome. From the elder Cato to the younger Pliny.
Berkeley/Los Angeles: University of California Press, 1977; A. D. Booth,
„Elementary and Secondary Education in the Roman Empire,” Florilegium
1 (1979), bls. 1-14; I. Hadot, Arts Libéraux et Philosophie dans la Pensée
Antique. Paris: Études Augustiniennes, 1984; R. Kaster, „Notes on
'Primary'and 'Secondary' Schools in Late Antiquity,” TAPA 113 (1983),
bls. 323-46; idem, Guardians of Language: The Grammarian and Society in
Late Antiquity. Berkeley: University of California Press, 1988.
Sjá Martha C. Nussbaum, The Therapy of Desire. Theory and Practice in
Hellenistic Ethics. Princeton, New Jersey; Princeton University Press,
1994. Sjá einnig I. Hadot, Seneca und die griechisch-römische Tradition
der Seelenleitung. QSGP 13; Berlin: Walter de Gruyter & Co., 1969; H. G.
Ingenkamp, Plutarchs Schriften iiber die Heilung der Seele. Hypomnemata
34; Göttingen: Vandenhoeck & Ruprecht, 1971; og P. Hadot, Exercices
Spirituels et Philosophie Antique. Paris: Études Augustiniennes, 1987.
158 Post 18.24-19.1; sjá einnig 1. Kor 16.12. Sjá bls. 56-59, að framan.
159 Ég viðraði fyrst hugmyndir þessarar ritsmíðar í málstofu við Brown
háskóla vorið 1989 um Psychology and Psychagogy in Hellenistic
Philosophy and Early Christianity og eru þær útfærðar nánar í þriðja,
níunda, og tíunda kafla doktorsritgerðar minnar. Efni ritgerðarinnar er
bæði endurskoðað og frumsamið að hluta. Þá hef ég flutt hluta efnisins í
formi fyrirlestra við Kings College í Cambridge University, Englandi (27.
febrúar, 1992), við University of Melbourne, Astralíu (15. júlí, 1992), og í
Málstofu Guðfræðistofnunar Háskóla íslands (23. febrúar, 1993). Kristján
Búason, dósent; Gunnar Harðarson, lektor; og séra Hreinn S.
Hákonarson lásu ritgerðina í handriti og gáfu góðar ábendingar. Kann ég
þeim öllum bestu þakkir fyrir. Þá hefur Hug- og félagsvísindadeild
Vísindaráðs íslands veitt mér ómetanlegan stuðning undanfarin ár til
rannsókna á vináttunni meðal Grikkja og Rómveija. Sú hefð siðferðilegrar
og andlegrar leiðsagnar sem ég hef fjallað um í þessari grein, var í huga
þeirra tengd vináttunni órjúfanlegum böndum.
103