Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 110
Einar Sigurbjörnsson
Leikræn frásögn
Snemma mynduðust hefðir í þá átt að slá saman efni allra guðspjallanna í
því skyni að mynda heilsteypta frásögu. Það átti einkum við um atburðina
á Golgata. Orðum Krists á krossinum var t.d. safnað saman úr guð-
spjöllunum fjórum, svo að úr urðu sjö orð. A miðöldum urðu til hefðir í
kirkjunni viðvíkjandi helgihaldi dymbilviku og voru atburðir vikunnar settir
á svið sem helgileikir eða söngleikir, er byggðust á píslarsögunni. Hún
býður líka upp á það og er mjög leikræn og lifandi.
Þegar píslarsagan var flutt á þann hátt, var hlutverkum skipt á milli
lesara. Einn fór með hlutverk guðspjailamannsins, annar með hlutverk
Krists, kórar, einn eða fleiri, fóru með hlutverk hermannanna, Gyðinganna
o.s.frv. A miðöldum var sú hefð orðin algengust, að á pálmasunnudag væri
flutt píslarsagan samkvæmt Matteusi — Matteusarpassían, Markúsar-
passían á þriðjudaginn, Lúkasarpassían á miðvikudaginn og Jóhannesar-
passían á föstudaginn langa.2
Lúther unni mjög hstum, ekki síst tónhstinni og studdi hann eindregið
þessa iðkun, sem efldist mjög meðal lútherskra manna. Meðal lútherskra
tónskálda barokktímans sem sömdu miklar passíur má nefna Heinrich
Schutz og Jóhann Sebastian Bach.
íslenskar útgáfur píslarsögunnar
Siðbótarmenn lögðu áherslu á, að menn íhuguðu stöðugt píshr Krists í því
skyni að geta tileinkað sér afleiðingar þeirra, sem eru fyrirgefhing synd-
anna, líf og sáluhjálp. Einkum skyldi þessi íhugun fara fram á föstunni.
Meðal siðbótarmanna var píslarsagan snemma útgefin í handhægu formi
og fjöldi píslarhugleiðinga leit dagsins ljós í bundnu og óbundnu máli.
Til þess að texti allra guðspjallanna væri til í aðgengilegu formi, fól
Lúther samstarfsmanni sínum Jóhanni Bugenhagen að útbúa samfelldan
texta píslarsögimnar út frá guðspjöhunum fjórimi. Það gerði Bugenhagen
og kom bókin út á þýsku árið 1525. í Kirkjuskipan Kristjáns III,
Ordinansíunni, er kveðið svo á, að á föstudaginn langa skuli presturinn
stíga í prédikunarstól „og lesi fram heila passíuna hvað eftir annað svo
sem hún er samanlesin og útskrifuð eftir hij guðspjallamönnmn af Doctor
Johanne pomerano aht að upprismmar historia . . ®
^ Mánudag í dymbilviku var lesturinn um smurninguna í Betaníu (Jhl2.1-9)
og á skírdag um fótaþvottinn (Jh 13.1-15) og af því guðspjalli ber skírdagur
nafn sitt: Dagurinn hreini.
® íslenzkt fornbréfasafn X, s.136.
108