Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 112
Einar Sigurbjörnsson
í annarri útgáfu píslarsögunnar, sem út kom á Hólum 1596 — Historia
pínunnar og upprisunnar Drottins vors Jesú Christi út affjórum guðspjalla-
mönnum til samans lesin — var frásagan stytt og aðeins greint frá hinni
eiginlegu píslarsögu, er hefst eftir að Jesús hafði sungið lofsönginn eftir
síðustu kvöldmáltíðina og hélt út til Olíufjallsins eins og gert er ráð fyrir að
sé lesið á föstudaginn langa. Píslarsagan endar á greftrun Jesú og henni
fylgdi svo upprisufrásagan. í þessu formi var píslarsagan gefin út í hand-
bókum fyrir presta, sem komu út á Hólmn 1617, 1631, 1658 og 1670 undir
heitinu Guðspjöll og pistlar, þar sem píslarsagan fylgir pistlum og guð-
spjöllum sunnudaganna. Arið 1686 kom handbókin út í Skálholti og hafði
þá hlotið heitið Dominicale (= „Sunnudagabók"). Þar er fylgt sama hætti og
í fyrri útgáfum handbókarinnar.
Kirkjuskipanin eða Ordinansían gerir, eins og áður sagði, ráð fyrir því,
að píslarsagan sé lesin við messu á föstudaginn langa. Þrátt fyrir það er í
íslensku handbókunmn á 17. öld gengið út frá því, að lesrdr séu þeir
lestrar sem tíðkaðist að lesa á föstudaginn langa á miðöldum, úr spádóms-
bók Sakaría 12.11-13.9 og Jóhannesarguðspjalli 19. kapitula. Þetta
breyttist með útgáfu handbókarinnar 1706. Þá var hún gefin út á Hólmn
og undir heitinu Dominicale. í formála Bjöms biskups Þorleifssonar fyrir
útgáfmmi 1706 segir, að textar hafi verið endurskoðaðir, þótt ekki sé getið
um, hvaða textar það hafi verið eða með hvaða hætti þeir hafi verið
endurskoðaðir. Hins vegar tekm Bjöm biskup fram, að á föstudaginn langa
skuli lesa í stað pistils og guðspjalls píslarsöguna og fylgir hún kollektum,
pistlum og guðspjöllum helgidaganna. Dominicale var endurútgefið á Hól-
um 1725 og 1750. í útgáfunum 1706 og 1725 fylgir upprisusagan píslar-
sögunni.
Það sem er nýtt við útgáfur handbókanna frá 1706 og áfram er, að þar
er ekki fylgt samantelct Bugenhagens, heldur tekið að fylgja samantektinni
í bókinni Harmonia evangelica — það er guðspjallanna samhljóðan, sem út
kom í Skálholti 1687. Harmonía hefur að geyma eina samfellda frásögu
ævi Krists.4 Texti píslarsögunnar í Harmoníu er ekki í miklu frábmgðinn
samantekt Bugenhagens í eldri handbókmn, en röð orða Krists á kross-
inmn breyttist, svo að ósamræmi varð milli raða orðanna í Passíusálm-
unum og píslarsögunni. Samkvæmt eldri útgáfum, sem Hallgrímur fylgir, er
röð orðanna:
^ í formála Harmoníu er að finna þennan orðskvið lesendum til áminningar:
Si Christum bene scis, satis est si cetera nescis. Si Christum nescis, nihil
est si cetera discis. (Ef þú þekkir Krist vel, skiptir engu máli, þótt þú vitir
ekkert annað. Ef þú þekkir ekki Krist, er allt sem þú lærir annað til
einskis).
110