Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 114
Einar Sigurbjörnsson
Krists á krossinum er sú sama og í handbókimum frá 1706 eða önnur en í
Passíusálmunum Þá var píslarsagan prentuð í Bænabók sr. Sigurðar
Pálssonar6 og skipt í fimmtíu hluta samkvæmt Passíusálmunum og fylgt
röð orða Krists á krossinum eins og þar. Loks kom hún út árið 1991 með
Passíusálmunum og er henni sömuleiðis skipt þar í íimmtíu hluta sam-
kvæmt Passíusálmunum og fylgt sömu röð orða Krists og þar.7
Auk handbókanna var texta píslarsögunnar fylgt í ritum, sem fjölluðu
sérstaklega um pínu og dauða Krists. Meðal slíkra bóka var bókin Eintal
sálarinnar eftir þýska prestinn og dulúðarsinnann Martein Moller, er út
kom 1599 í þýðingu Arngríms lærða. Texti píslarsögunnar er þar sam-
hljóða textanum í útgáfu píslarsögunnar frá 1596. Eintal sálarinnar naut
mikillar hylh hér á landi og var oft endurútgefin.
Þá voru til prédikunarsöfn til notkimar við miðvikudagslestur á fostu.
Þau hafa að geyma prédikanir út frá píslarsögunni og var sá hluti hennar
sem prédikað var út frá gjaman prentaður á undan hverri prédikun. Meðal
shkra prédikunarsafna má nefha Passio Christi. Það er historia pínunnar
og dauðans Drottins vors Jesú Christi í átta nytsamlegum prédikunum
innifalin, sem út kom á Hólum 1678. Formáli þeirrar bókar er eftir Gísla
biskup Þorláksson og segir þar, að prédikanimar séu eftir hálærðan doctor
í Heilagri ritningu Johannes Forstems, en þýddar af sáluga sr. Jóni Ara-
syni í Vatnsfirði. Þessmn prédikunmn fylgir upprisufrásagan.
Síðar komu fostuprédikanir Johanns Amdts, þýddar af sr. Hannesi
Bjömssyni, eftirmanni sr. Hallgríms í Saurbæ, þá föstuprédikanir Jóns
Vídalíns, oftast nefndar „Miðvikudagsprédikanir“,8 og Sjöorðabók hans eða
prédikanir hans út frá sjö orðum Krists á krossinum.9 Þá má nefha föstu-
hugvekjur Péturs Péturssonar, biskups, sem eru frmmtíu og skipt með
sama hætti og Passíusálmunum.10 Viðeigandi hluti píslarsögunnar er á
undan hverri hugleiðingu.
6 Bænabók. Reykjavík 1947.
^ Passíusálmar Hallgríms Péturssonar með píslarsögunni, orðaskýringum, skrá
um ritningarstaði. Sigurbjörn Einarsson annaðist útgáfuna. Reykjavík
1991.
Q
Sjö prédikanir út af píningarhistoríu vors Drottins Jesú Christi. Af hverjum
sex eru gjörðar af sál. mag. Jóni Thorkelssyni Vídalín, en sú sjöunda af hr.
Steini Jónssyni. Hólum 1722.
9 Sjö prédikanir út af þeim sjö orðum Drottins vors Jesú Christi er hann talaði
síðast á krossinum. Hólum 1716. Röð orðanna er sú sama og í Harmoníu.
10'-
Fimmtíu hugvekjur út af pínu og dauða Drottins vors Jesú Krists. 4. útg.
Reykjavík 1895.
112