Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 117
Píslarsaga og Passíusálmar
Guðs anda að ummyndast til myndar Jesú Krists.14 Hún er innhverf í
þeim skilningi, að einstaklingurinn leitar inn á við, inn í huga sinn og sál.
Samt er hún ekki sjálfhverf, þar eð hún er ekki leit að hinu innsta í eigin
eðli. Þar með er hún úthverf. Það merkir, að hún byggist á þeirri trú, að
Guð hafi í skíminni tekið einstaklinginn að sér sem sitt bam og íklætt
hann Drottni Jesú Kristi og eins og gróðursett hann í hjartanu. Hún leitast
þá við með hjálp Heilags anda Guðs að láta Jesú vaxa hið innra með sér.
Eintal sálarinnar er þar með samtal hennar við Guð í bæn.
Kristnilífinu var því gjaman lýst sem brúðkaupi sálarinnar og Krists.
Einstaklingurinn kvenkenndi þá sjálfan sig og ræddi um sig sem sálina.
Oft er Guð kvenkenndur hka og notuð myndin af Guði sem móður, sem
umvefur böm sín umhyggju og vemd. Raunar má innan sviga benda á, að
gríska orðið „pantokrator", sem Nýja testamentið og trúaijátningamar
nota um Guð og um Krist upprisinn og þýtt er „almáttugur“ eða „alvaldur"
á íslensku, getur merkt þann sem umvefur allt, heldur í faðmi sér svo sem
móðir eða faðir bami sínu.
Dulúð tengdist að sjálfsögðu helst klaustrunum, en hafði líka áhrif út
fyrir þau á seinni hluta miðalda og myndaði andóf gegn skólaspeki og
valdabrölti kirkjuleiðtoga og lögðu dulúðarsinnar áherslu á látleysi, lífemi,
reynslu. Meðal kunnra dulúðarrita sem hafði mikil áhrif á alþýðu er ritið
Breytnin eftir Kristi eftir Thomas a Kempis.15
Þessi hefð náði hingað út til íslands. Það sýna ljóðin Lilja svo og ljóð
Jóns biskups Arasonar, Píslargrátur, Davíðsdiktur og Krossvísur.16
Áhrif dulúðar á Lúther
Marteinn Lúther var undir áhrifum dulúðarstefnu miðalda og notaði margt
úr orðaforða hennar og myndmáli til þess að skýra sínar kenningar.
Siðbótin gekk m.ö.o. að arfi, sem henni þótti mikilvægt að ávaxta vel. Að
mati siðbótar var dagleg umþenking pínu og dauða Jesú nauðsynlegt
dygða- og hjálparmeðal mönnum.17 í mynd hins krossfesta eigum við bæði
14 Dulúð þá er byggist á tvíhyggju má nefna „samsemdardulúð" (identitets-
mystik), þar eð hún kennir samsemd sálarinnar og Guðs. Sumir dulúðar-
sinnar í kristnum jarðvegi hafa nálgast samsemdardulúð og má þar nefna rit
Díónýsíusar, Eriugena og Eckharts.
15 Rit Kempis kom út í íslenskri þýðingu á Hólum árið 1676. Ný þýðing kom út
á vegum Kaþólsku kirkjunnar á íslandi 1955.
I5 Sjá Jón Arasons religiose digte, udgivne af Finnur Jónsson, Kpbenhavn
1918.
Um áhrif dulúðarstefnu á Lúther sjá B.Hoffmann: Luther and the Mystics. A
Re-examination of Luther's Spiritual Experience and his Relationsship to the
115