Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 120
Einar Sigurbjörnsson
Að trúa er að eiga persónulegt samband við hinn lifandi Jesú Krist, því að
það er hann, sem fyrir tilstuólan Heilags anda megnar að vinna það sem
fyrirheitin hljóða um. Höfuðáhersla og markmið siðbótar er þar með að
rækta og efla innileikasamband mannsins og Guðs í trúnni. Líf, dauði og
upprisa Jesú frá Nasaret er forsenda þess, að slíkt innileikasamband geti
komist á. Saga Jesú írá Nasaret er úrslitasaga allrar sögu, því í Jesú gekk
Guð sjálfur á hólm við örlög manna og sigraði. Þegar sú saga er sögð og
íhuguð, þá er markmiðið það, að það sem sagan greinir frá geti orðið
veruleiki í þeim sem les. Og það getur orðið, ef menn hlusta á dóm Guðs í
lögmálinu og sýknu hans í fagnaðarerindinu. Dómurinn í lögmálinu á að
kalla til iðrunar og sýknunin í fagnaðarerindinu á trú sem treystir sigri
Krists og þiggur fyrirgefninguna.
Með þessiun áherslum leitaðist Lúther við að ítreka höfuðatriði krist-
innar trúar sem hann taldi, að hefði of lengi legið í skugga í kirkjunni. Nú
yrði að draga það fram í dagsljósið að nýju og taka að flytja skýrt og
skorinort þann meginboðskap kristinnar trúar, að Guð hafi vitjað manna í
syni sínum Jesú Kristi og bjóði þeim fyrirgefningu, frelsi og líf fyrir trúna á
hann. Þennan boðskap verður að flytja í ræðu og riti. Fyrir því lögðu siðbót-
armenn áherslu á helgihald á móðurmáli og á útgáfu og bóklega þekkingu.
Þessi áhersla kemur vel íram í formála Lúthers að Nýja testamentinu, þar
sem hann segir, að höfuðatriðið í Nýja testamentinu sé fagnaðarerindið,
sem merkir gleðiboðskap eða siguróp. Og inntak þess er Jesús Kristur og
sigur hans:
Fyrir því er evangelium eigi annað né vera kann, en ein predikan af
Kristi, Guðs og Davíðs syni, sem er sannur Guð og mann, sá er fyrir oss
hefur með sínum dauða og upprisu allra manna syndir, dauða og helvíti
yfirstigið, þeirra sem á hann trúa ...23
Orðið fagnaðarerindi er einnig tengt orðinu testamenti, sem merkir sátt-
mála og erfðaskrá. Nýja testamentið merkir þannig arfleiðsluskrá Drottins
Jesú Krists, þar sem hann heitir að gefa mannkyni allt sem hann á:
Þvílíkt siguróp og huggunargróði eða evangelísk og guðleg ný tíðindi
kallast og eitt nýtt testamentum af því að líka svo sem eitt testament er
það, nær að banvænn maður tilgreinir sitt góss það sem eftir hans dauða
skal af tileinkuðum örfum útskiptast, líka svo hefir Kristur fyrir sitt líflát
bífalað og tilgreint slíkt evangelium eftir sinn dauða út að kalla um allan
heim og þar meður öllum þeim er trúa til eignar gefið allt sitt góss, það
er sitt líf, með hverju hann dauðanum mýgði, sitt réttlæti, hvar meður
hann syndirnar afmáði, og sína farsælu, þar hann eilífa fyrirdæming með
yfirvann. 24
^ Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, Reykjavík 1988, s. 7.
24 Sama rit s. 5.
118