Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 121
Píslarsaga og Passíusálmar
Við lestur Nýja testamentisins eiga menn að hlýða á fagnaðarerindið, taka
til sín í trú það, er það segir um sigur Krists. Skipanir Ritningarinnar um
breytni eiga menn þá að heyra sem áminningar og ábendingar vinar um
það, hvemig trúin á Krist á að bera ávexti í réttlátu og göfugu lífi „náung-
anum til nytsemdar og honmn til hjálpar ... “Trú og breytni hljóta nefnilega
að haldast þannig í hendur. Trúin er að íhuga söguna og treysta því, að
það sem hún greinir frá snerti mig persónulega. Breytnin er afleiðing trúar-
innar. Hún er lofgjörðar- og þakkarfóm í góðum verkum, sem Guð hefur
sjálfur skipað fyrir í boðorðum sínum.
Því að þar sem verkin og lcærleikurinn út fljóta eigi, þá er þar engin rétt
trúa, þar hremmir og evangelion enn ei, þar er og Kristur enn eigi
réttlega játaður.^®
Þessar hugleiðingar í formálanum að Nýja testamentinu samsvara áður
tilvitnuðum orðmn úr ritinu Um frelsi kristins manns. Niðurstaða þess rits
er og sú sama:
Af þessu leiðir, að kristinn maður lifir ekki í sjálfum sér, heldur í Kristi
og náunga sínum: í Kristi fyrir trúna, í náunganum fyrir kærleikann.
Fyrir trúna stígur liann upp yfir sjálfan sig til Guðs, frá Guði stígur
hann niður fyrir sjálfan sig fyrir kærleikann og dvelur þó alltaf í Guði og
kærleika hans . . .
Passíusálmarnir
Þessum straumi lútherskrar guðrækni er vel til skila komið í
Passíusálmunmn. Fyrsta útgáfa Passíusálmanna kom 1666. Þá vom þeir
ekki gefnir út einir, heldur fylgdu 7 sálmum eftir sr. Guðmtmd Erlendsson.
Síðan hafa þeir komið út í 79 útgáfum og hin síðasta þeirra með píslarsög-
unni (útg. Hallgrímskirkja 1991).
Undirtitill Passíusálmanna, sem og skýrir tilgang þeirra og uppbygg-
ingu, er:
Historia pínunnar og dauðans Drottins vors Jesú Kristí, með hennar
sérlegustu lærdóms-, áminningar- og huggunargreinum, ásamt bænum og
þakkargjörðum, í sálmum og söngvísum með ýmsum tónum samsett og
skrifuð anno 1659.
Hallgrímur Pétursson
Um tilgang þeirra segir Hallgrímur í formála:
25 Sama rit s. 8.
M. Lúther: Um frelsi kristins manns, s. 45.
119